Norræna húsið kemur með bækurnar heim að dyrum

Viltu fá lánaðar bækur?


Hafðu samband við bibliotek@nordichouse.is og við komum með bækurnar til þín. 

Við bjóðum nú upp á fría heimsendingu á bókum, kvikmyndum og hljóðbókum á höfuðborgarsvæðinu. Allt efni okkar er sótthreinsað og afhent í samræmi við leiðbeiningar frá yfirvöldum um varnir gegn covid-19 smiti. Skiladagur á efninu er 30. apríl.

Áætlaður afhendingartími er 2-3 virkir dagar.

Sendu okkur tölvupóst á bibliotek@nordichouse.is eða hringdu í síma 5517030 fyrir frekari upplýsingar.

Safnkost bókasafnsins er að finna á leitir.is þar sem þú getur takmarkað leitina við Norræna húsið (undir Velja safn -> Almenningssöfn).

leitir.is