NORRÆNA HÚSIÐ LOKAR Í FJÓRAR VIKUR   

Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa öllum viðburðum í húsinu næstu fjórar vikurnar og loka Norræna húsinu fyrir almenningi frá 14. mars- 14. apríl. Hægt verður að ná í starfsfólk eins og venjulega í gegnum síma og með tölvupósti á vinnutíma.

Öll útlán á bókasafni lengjast sjálfkrafa til 30. april.

Við bendum á Instagram & Facebook síðu Norræna hússins þar sem við ætlum að halda áfram að birta skemmtilegt efni og miðla norrænni menningu.

Einhverjar spurningar? sendu okkur línu á netfangið: info@nordichouse.is