Norræna húsið leitar að fræðslufulltrúa

Hefur þú áhuga á að vinna við miðlun lista og menningar?

Norræna húsið í Reykjavík er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Við stefnum að kolefnishlutleysi og leggjum áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Norræna húsið býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring.

Sem fræðslufulltrúi í Norræna húsinu verður þú hluti af þróun og starfi í spennandi og fjölbreyttu menningarumhverfi. Viðkomandi mun miðla listum og menningu til barna og unglinga í íslensku umhverfi. Starfið er skapandi og sveigjanlegt og krefst sjálfstæðra vinnubragða um leið og viðkomandi hefur tækifæri á að afla sér frekari þekkingar og reynslu á sviði menningar og lista.

Hæfni

 • Viðeigandi menntun á sviði lista og menningar.
 • Menntun og/eða reynsla í kennslu og/eða starfi með börnum og unglingum.
 • Góð hæfni í íslensku, ensku og að minnsta kosti einu norrænu tungumáli.
 • Þekking á hinum stafræna heimi, nýjustu tækni og samfélagsmiðlum ásamt þeim möguleikum sem þeir hafa upp á að bjóða.
 • Þekking og innsýn í barna- og unglingamenningu.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og ánægja af starfi með börnum og unglingum.
 • Skapandi og lausnamiðaður hugsunarháttur
 • Vinnusemi, góð skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð

Starfið

 • Skipuleggja og útfæra þematengd verkefni (af öllum toga) fyrir börn og unglinga með áherslu á sýningar og bókmenntatengt efni auk þess að taka beinan þátt í norrænu samstarfi.
 • Þróa og útbúa verkefni fyrir skóla og frístundaheimili.
 • Umsjón skólahópa sem koma í leiðsögn um húsið.
 • Vinna þvert á annað starf í húsinu og taka þátt í viðburðum og daglegu starfi.

Um er að ræða fullt starf (100%) og ráðið verður til eins árs eða frá 4.1.2020 – 31.12.2021. Nánari upplýsingar veitir Erling Kjærbo yfirbókavörður í síma 859-6100. Umsóknir sendist á erling@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til 6. desember 2020.