Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal

Hefur þú áhuga á menningu og listum?

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal.
Um er að ræða hluta- og helgarvinnu. 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. 

Við leitum að skapandi einstaklingi til að sinna móttöku sýningagesta, svara fyrirspurnum og annast sölu á hönnunarvörum. Önnur verkefni eru m.a skráning gagna, vöktun sýninga og önnur tilfallandi verkefni. Menntun í listum og menningu og/eða reynsla af opinberum störfum er kostur.  Við leitum að sveigjanlegum einstaklingi með mikla þjónustulund sem á auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í hóp.  Krafa er gerð um að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku og er kunnátta í einu norðurlandamáli kostur. 

Frekari upplýsingar veitir Sabina Westerholm forstjóri Norræna hússins í tölvupósti  eða í síma 551 7030. Umsóknum skal skila á ensku ásamt ferilskrá  á netfangið sabina@nordichouse.is Umsóknarfrestur er 22. desember 2019. 

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is