Vinningshafar – Barnabókaflóðið

Við höfum nú dregið fimm vinningshafa í bókagetraun „Barnabókaflóðsins“. Verðlaunahafar fyrir janúar, febrúar, mars, apríl og maí eru Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia (11 ára), Arnór Helgason (10 ára), Martin Gunnarsson (9 ára), Aldís Jóhannesdóttir (6 ára) og Dagbjört Káradóttir (5 ára). Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi sýningarinnar, veitti þeim bókaverðlaunin „Silfurlykillinn: Framtíðarsaga“ eftir Sigrúnu Eldjárn, “Bangsi litli í skóginum” eftir Benjamin Chaud, “Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen” eftir Finn-Ole Heinrich ásamt „Úlfur og Edda: Dýrgripurinn“ og „Úlfur og Edda: Drekaaugun“ eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Sýningunni hefur verið lokað og við þökkum þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína á sýninguna fyrir komuna.

Viðburðadagatal Norræna hússins