HHV, FRSHWN Dødsknaldet i Amazonas

HHV, FRSHWN Dødsknaldet i Amazonas

Roman (dansk)
Hanne Højgaard Viemose: HHV, FRSHWN Dødsknaldet i Amazonas, 2019

Brotakennd og villt skáldsaga um lífsreynslu og þankagang hinnar dönsku Hönnu í Danmörku, Amazon og á Íslandi. Um líf hennar með, á stundum andlega veikum fyrrum eiginmanni, uppátækjasömum börnum þeirra, um sára upplifun á ástinni á unglingsárunum á Norður Jótlandi, um mannfræðinemann Anitu í frumskóginum, sambandið við giftan mann og um eltihrelli á meðan hún hjólar borgina þvera og endilanga milli leikskóla og bráðamóttöku geiðdeildar. Fram koma ákveðnar skoðanir á loftslagsmálum og kapítalisma og svo margt á sér stað í lífi Hönnu að hún sér sig knúna til að leita út í náttúruna og leita þar svara við spurningum sínum og finna hurgarró á meðan hún reynir að setja sér sjálfri mörk. Í skrifum Hönnu er bæði stígandi og orðaflaumur svo undirbúðu þig undir að sogast inn í líf hennar og dragðu reglulega andann djúpt bæði fyrir þig og hana.

Billede fra TV Nord