Öflugt barnastarf framundan í Norræna húsinu

Öskudagur í Norræna húsinu

17.2.2021

Ungir gestir sem koma í barnasýninguna Eggið á Öskudaginn og gera sögupersónu með aðstoð safnkennara fá eitthvað sætt að launum. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera með grímur.

Vinsamlega skráið ykkur hér.

Vetrarfrí – ókeypis námskeið fyrir börn á öllum aldri

22.–23. febrúar

Stilla úr This is Heaven

Leirsmiðja — 
Hvað óttast þú mest?

09:00–11:30

Leirsmiðja fyrir 8–12 ára þar sem hug­takið ótti og hræðsla eru í aðalhlut­verki. Með því að búa til fígúrur, skrímsli og bakgrunna sem lýsa aðstæðum sem við hræðumst mest, verða þær kannski minna ógnvekjandi. Lýsing og ljós­mynd­un verður notuð til að skrásetja mis­munandi stig ferlisins og á lokadaginn verður gert sameiginlegt ógnvekjandi lokaverk!

Nánar hér

Hreyfimyndasmiðja í tengslum 
við sýninguna Undirniðri

13:00–16:00

Ari H.G. Yates kennir 13 ára og eldri vandaða hreyfi­myndasmiðju þar sem notast verður við leir og annan efnivið. Hann fer í gegnum allt ferli kvik­mynda­gerðar og kennir aðferðir við að skapa bæði sögulínu og myndhandrit. Þema smiðjunar byggist að miklu leiti á sýningunni Undir­niðri. Mælt er með að koma með spjaldtölvu en ekki nauð­synlegt. Áhugasamir eiga kost á fram­halds­námskeiði.

Nánar hér

Föndraðu þína eigin sögupersónu!

10:00–16:30

Eggið, gagnvirk barnasýning sem er byggð á samnefndri barnabók eftir Linda Bondestam, verður opin fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára og fjölskyldur þeirra. Sýningin er staðsett á barnabókasafni Norræna hússins og í tengslum við hana er til staðar efniviður sem hugmyndaríkir gestir geta notað til að föndra sína eigin sögupersónu. Leiðbeinandi verður á staðnum á meðan opnun sýningarinnar stendur og er talandi á íslensku, ensku og sænsku.

Klukkan 11 og 13 báða dagana verður upplestur á bókinni og áheyrendum verður boðin leiðsögn um sýninguna.

Nánar hér

Sögustundir um helgar

Sögustundir á laugardögum eru hafnar á ný og eru í boði á flestum Norðurlandamálunum: norsku, dönsku, íslensku, sænsku og finnsku á laugardögum í barnabókasafni Norræna hússins. Lesið er úr bókum eftir bæði íslenska höfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er tilvalið að leika sér í Barnahelli en þar er að finna barnabækur, spil, litil og leikföng. Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin ásamt fjölskyldum sínum.

Sögustundir eru birtar á viðburðadagatali.