Hreyfimyndasmiðja í tengslum við sýninguna Undirniðri


13:00–16:00

Ari H.G. Yates kennir 13 ára og eldri vandaða hreyfimyndasmiðju þar sem notast verður við leir og annan efnivið til að ljá sögupersónum líf. Hann fer í gegnum allt ferli kvikmyndagerðar og kennir aðferðir við að skapa bæði sögulínu og myndhandrit. Þema smiðjunar byggist að miklu leiti á sýningunni Undirniðri sem stendur nú yfir í sýningarrými Norræna hússins og mun Ari aðstoða nemendur við þemavinnu. Mælt er með að koma með spjaldtölvu en ekki nauðsynlegt til þátttöku. Hægt er að deila spjaldtölvum en einnig er hægt að nota snjallsíma.

Áhugasamir nemendur námskeiðsins eiga þess kost að halda áfram helgina 22. og 23. febrúar í framhaldsnámskeiði og útkoma verður birt (með leyfi nemenda) á heimasíðu Norræna hússins. Millimál í boði fyrir svanga nemendur.

Athugið að skráning gildir á báða daganna. Vinsamlegast skráið einstaklinga eða hópa með því að senda email með fjölda einstaklinga á hrafnhildur@nordichouse.is.

Ari H.G. Yates menntaður myndskreytir, kennari og grafískur hönnuður. Hann er í forsvari fyrir hinu alþjóðlega FLY verkefni á Íslandi þar sem notast er við kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga. FLY verkefnið miðar við að nýta nýjar kennsluaðferðir til að byggja upp samstarfsnet kennara þar sem þeir geta hist og deilt reynslu sinni og fengið innblástur til að framkvæma spennandi hreyfimyndaverkefni með nemendum sínum. Verkefnið er stutt af Barnamenningastjóði og The Animation Workshop/VIA UC í Danmörku.