Iben Mondrup: Tabita

Tabita

Roman (dansk)
Iben Mondrup: Tabita, 2020

Hin fimm ára gamla Tabita og litli bróðir hennar eru rifin upp með rótum og ættleidd af kaupsýslumanninum Bertel og eiginkonu hans þegar hjónin, flytja til baka til Danmerkur eftir nokkurra ára búseta á Grænlandi. Litla grænlenska stúlkan saknar heimahagana sárt og finnur aðeins huggun í litla bróður sínum og dúkkunni sinni sem er hennar sálufélagi. Á meðan hriktir í hjónabandi dönsku foreldranna og litli bróðirinn hverfur skyndilega. Frásögnin af litlu stúlkuna sem reynir að vera önnur en hún er löng og áhrifarík. Grænlensk menning og náttúra spilar stóran þátt í frásögninni en um leið er gengið út frá að dönsk menning sé ríkjandi. Bókin veitir innsýn í fortíðina, tengsl barna og fullorðinna, tengsl Grænlands og Danmerkur og nýstandi kærleik, svik, leyndarmál og vanmátt