Zooma in på Nordens litteratur

Verið velkomin í stafræna bókaklúbburinn á fimmtudaginn 10/6 klukkan 17.00 íslenskum tíma. Norrænu félagið í Svíþjóð og Noregi eru með bókaklúbburinn „Zooma in på Nordens litteratur“ og á fimmtudaginn er kominn tími til að ræða um bókin “Voxna mennesker” eftir Marie Aubert. Bókin er aðeins um 100 blaðsíður að lengd, svo þú hefur enn tíma til að lesa! Þú getur fundið viðburðinn með frekari upplýsingum hér: (1) Nordisk boksirkel / Voksne mennesker – Marie Aubert / Foreningen Nordens Ungdom | Facebook Ef þú hefur áhuga á norrænum bókmenntum og vilt taka þátt í klúbbinum í framtíðinni er gott að taka þátt í Facebook-hópi bókaklubbsins, sem þú getur fundið hér: (1) Zooma in på Nordens litteratur | Facebook

PØLSE&POESI

Miðvikudaginn 16.júní bjóðum við til ljóðahátíðarinnar PØLSE&POESI í Norræna húsinu í Reykjavík. Á hátíðinni verða PØLSER (pylsur) í boði. Bæði pylsur og annað hráefni er af norrænum toga og þar má nefna norskt flatbrauð. Einnig verða bæði glúteinlausar veitingar og veitingar sem ekki innihalda dýraafurðir í boði. Við bjóðum einnig upp á drykki, meðal annars […]

Baltnesk barnamenningarhátíð: Dularfull skógarferð

Ókeypis smiðja fyrir 5-10 ára. Gestum er boðið í þykjustuskógarferð þar sem hægt er að læra um villidýr í eistneskum skógum. Kennarar smiðjunnar, Lemme Linda og Johanna ólust upp í Eistlandi og fóru oft í skógarferð með foreldrum sínum þegar þær voru litlar, þar sem þær sáu margt skemmtilegt og lentu í ýmsum ævintýrum. Þær […]

Í jaðri norðursins

Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum áherslum í norrænum bókmenntum. Í þessu myndbandi er þemað “Jaðar norðursins”. Það er ekki hlaupið að því að skilgreina jaðar norðursins. Í öllum löndum má finna fámennar byggðir sem vekja áhuga og eftirtekt. Þessi smáu samfélög eru grandskoðuð í bókmenntum og lýst af bæði næmni […]

Mæður í norrænum bókmenntum

https://nordichouse.is/wp-content/uploads/2020/10/modre-i-nordisk-literatur_web_480p.mp4 Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum útgangspunktum í norrænum bókmenntum í dag. Efni þessa myndbands er “Mæður í norrænum bókmenntum.” Foreldrahlutverkið og þá sérstaklega móðurhlutverið, hefur verið endurskoðað og horft á það frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni. Við mælum með þremur nýlegum skáldsögum þar sem móðurhlutverkinu er snúið á hvolf […]

Leiðsögn og gjörningur – Í Síkvikri mótun – Vitund og Náttúra.

Næstkomandi laugardag verður leiðsöng og tónlistargjörningur á sýninguna „Í síkvikri mótun – vitund og náttúra.“ Hanna Styrmisdóttir, einn sýningarstjóranna, leiðir gesti í gegnum sýninguna kl. 15. Að því loknu flytja Ana Luisa Diaz de Cossio og Khetsin Chuchan tónlistargjörninginn Mere Visitors í samhengi við verk Tinnu Gunnarsdóttur. Í gjörningnum leitast tónlistarmennirnir við að tjá samband […]

Steinskröltarar

,,Út úr skuggum skríða, skrönglast…“ Sumarsýningin Steinskröltarar er innblásin af ljóði Mats Söderlund og teikningum Kathrina Skarðsá sem birt voru undir titlinum Stenskravlare í safnritinu „Þvert á Norðurlönd – Vistfræðilegir straumar í norrænum barna- og ungmennabókmenntum“ fyrr á árinu (2021) . Safnritið var framleitt af Norræna húsinu í Reykjavík og er hluti af þriggja ára verkefninu […]

Pikknikk Tónleikar: Heikki Ruokangas (FI)

Heikki Ruokangas er djass- og framúrstefnugítarleikari og tónskáld í Oulu. Með því að sameina laglínur og hávaða spannar tónlist Ruokangas frá viðkvæmu og melódísku andrúmslofti í næstum ofsafengna framúrstefnu. Ruokangas er undir áhrifum frá norður-finnskri náttúru, menningu og andrúmslofti. Nýja kassagítarsólóplatan hans Kaamos Waltz kom út í maí 2020 í gegnum finnsku Rockadillo Records og […]

Pikknikk Tónleikar: Snorri Ásmundsson (IS)

Snorri Ásmundsson er einn áhugaverðasti tónlistargjörningalistamaður í Evrópu um þessar mundir. Hann hefur spilað tónlistargjörninga sína um víða veröld og þykja þeir afar umdeildir. Á meðan einhverjir gagnrýnendur kalla hann guðlastara hefja aðrir hann upp til skýjanna, en hann segist spila með tilfinningum sínum og að hann láti guðdóminn leiða sig í tónlistarflutningi sínum og […]

Pikknikk Tónleikar: Elín Hall (IS)

Elín Hall er ungur og efnilegur lagasmiður frá Reykjavík. Tónlist hennar er best lýst sem látlausu „indí-poppi“ með gítarundirleik. Áhersla er lögð á íslenska texta og einfaldan og einlægan hljóðheim og platan Með öðrum orðum er unnin upp úr dagbókarfærslum Elínar frá framhaldsskólaárum hennar. Platan kom út síðasta í sumar og hlaut verðskuldaða athygli, meira […]

Pikknikk Tónleikar: Salóme Katrín (IS)

Salóme Katrín er 25 ára tónlistarkona frá Ísafirði. Hún flutti til Reykjavíkur haustið 2015 og hóf nám við heimspekideild HÍ, en komst fljótlega að því að tónlistin ætti hug hennar allan. Hún kvaddi því háskólann og hóf tónlistarnám við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vor 2020. Nú stígur hún sín fyrstu skref sem tónlistarkona og […]

Pikknikk Tónleikar: Ásta (IS)

Ásta hefur klassískan bakgrunn en skrif hennar fjalla alltaf um nútímann þar sem hún fléttar reynslu inn í lögin sín eins og nál og þráður. Stundum sársaukafull, alltaf persónuleg. Ásta er söng- og lagahöfundur að eðlisfari en kannski enn frekar sögumaður. Ásta hefur skilgreint stíl sinn með beinum, ósviknum og umhugsunarverðum heiðarleika. Tengingar eru undirstaða […]

Pikknikk Tónleikar: Supersport! (IS)

Supersport! fæddist í einhvers konar millibilsástandi í lífum meðlimanna haustið 2019, en snerist hratt og örugglega upp í eitthvað fágaðasta indí-popp prójekt sem hefur sést í Reykjavík í langan tíma. Fyrsta stuttskífa sveitarinnar, Dog Run EP, sem kom út á vegum listasamlagsins post-dreifingar í júlí sl., hefur hlotið góðar viðtökur, jafnt hjá tónlistarunnendum og í […]

Pikknikk Tónleikar: BSÍ (IS)

Af hverju í ósköpunum myndi einhver nefna hljómsveitina sína í höfuðið á grárri og þunglyndislegri bifreiðastöð í Reykjavík? Í stað þess að finna svar á þessari spurningu skulum við fullyrða að þau Sigurlaugu Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender stofnuðu BSÍ undir þeim formerkjum að spila á hljóðfæri sem þau kynnu ekkert á og líta á […]

Pikknikk Tónleikar: K.óla (IS)

K.óla (Katrín Helga Ólafsdóttir) er 24 ára listakona frá Hafnarfirði. K.óla vill ekki gera hluti sem henni finnst leiðinlegir og hún fann sig ekki í að æfa klassískt píanó eða jazz heldur vill frekar semja eigin lög ásamt gera tónlistarmyndbönd, sauma bækur og vinna með öðrum listamönnum. Hún hefur gefið út plöturnar Allt verður alltílæ […]

Náttúran úti & inni – ókeypis sumarnámskeið í Norræna húsinu

Þema sumarnámskeiðisins er náttúran og umhverfismál og fá börn tækifæri til að skoða hugtökin í gegnum bókmenntir og listir og með leikjum og leiðsögnum á einstöku útisvæði Norræna hússins. Fuglafriðlendi umlykur Norræna húsið og hægt er að fræðast um fuglalíf, plöntur og votlendið í Vatnsmýrinni.

Blomsterdalen

Niviaq Korneliussen: Blomsterdalen

Roman (dansk og grønlandsk) Niviaq Korneliussen: Blomsterdalen, 2020 En vigtig, ung grønlandsk stemme vil og skal høres: Niviaq skriver indlevende om at være på vej og have svært ved at finde fodfæste og hjem. En grønlandsk, homoseksuel antropologistuderende rejser håbefuld til Århus, men kan ikke finde sig til rette blandt danskerne og længes tilbage til […]

Sýningar á HönnunarMars 2021

Norræna Húsið tekur þátt í HönnunarMars dagana 19. til 23. maí. Þetta árið er áherslan lögð á hönnun sem tekur mið af samtímanum og stefnir þaðan í nýjar áttir. Endurhugsun í húsnæðismálum, gjörnýting á harðsvíraðasta illgresinu og hringrásarhönnun eru meðal þeirra viðfangsefna sem leiða sýninguna. Einnig fjalla hönnuðirnir um áhrif upplýsingaflæðis internetsins á vistkerfið og […]

Sumartónleikar – Dúplum Dúó (IS)

Dúplum dúó skipar þær Björk Níelsdóttur söngkonu og Þóru Margréti Sveinsdóttur víóluleikara. Þær kynntust í Tónlistarháskólanum í Amsterdam og fóru á fjöldamörg tónleikaferðalög með m.a. Björk, Sigurrós, Florence and the Machine og Stargaze áður en þær ákváðu að sameina krafta sína. Sveitin leggur áherslu á nútímaljóð og flutning á ljóðasöng og notast einungis við söngrödd […]

Barnabókaflóðið er tilnefnt til hönnunarverðlauna í Lettlandi

Bækur byggja brýr milli fólks og staða, bæði raunverulegra og ímyndaðra. Barnabókaflóðið var sett upp í Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari, var hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi sýningarinnar. Börnum var boðið í ævintýraleiðangur um heima barnabókmenntanna og sýningin sló aðsóknarmet. Haldnar voru listasmiðjur á vegum […]

Sumartónleikar – Hera (IS)

Hera er söngvatónskáld sem hefur gert það gott bæði hérlendis og erlendis og nýjasta plata hennar Hera vann bæði hug hlustenda og gagnrýnenda í fyrra. Hera mun koma fram eins og henni líður best, með gítar í hönd og sögur að segja. Þetta verða síðustu tónleikar Heru á Íslandi í bili þar sem hún er […]

Norsk litteraturkveld

Tirsdag 25. mai blir du invitert til en norsk litteraturkveld i Nordens hus, med Vigdis Hjorth og den norske ambassaden på Island. Arrangementet finner sted i auditoriet der den norske ambassaden tilbyr deltakerne forfriskninger.   Arrangementsprogram: 20:00 Aud Lise Norheim, Norges ambassadør på Island, ønsker alle velkommen. 20:10 Vigdis Hjorth, forfatter, blir med online, for […]

iucollect al fresco

Á Hönnunarmars 2021 mun iucollect stilla upp fjórum innsetningum á fjórum ólíkum staðsetningum í miðbæ Reykjavíkur. Hver innsetning býður upp á samspil milli áhorfendans, borgarumhverfisins og arkítektónískra muna sem spegla sig í framandi landslagi. Innsetning – Vatnsmýri f. utan Norræna Húsið 21. maí: 17:00–19:00 CONSEPT Hugmyndafræði sýningarinnar iucollect al fresco snýst um að tengja áhorfendur […]

Öllum hnútum kunnug

Öllum hnútum kunnug er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu. Grunnur verkefnisins hverfist um tvær reipagerðir: Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku sem framleiða reipi annars vegar fyrir betri stofuna, hins vegar fyrir úthafið. Menningarlega má staðsetja Öllum hnútum kunnug mitt á milli þessara tveggja heima; milli flæðandi sjávarsíðunnar […]

Umskipti

Á sýningunni Umskipti er mynstrum, efnivið, aðferðum og ferli leyft að ráða ferðinni. Hanna Dís veitir innsýn inn í ferðalag mynstra á milli efniviðar og þeirra umskipta sem eiga sér stað innan þess. Í tilraunaverkefninu Umskipti er leitast við leyfa reglulegum mynstrum að mótast í nytjahluti og húsgögn. Hvert mynstur leyfir margar mismunandi útfærslur eftir […]

MAKING NEW LAND

Bygging Nýs Lands er röð verka sem öll nýta gler, við og ál sem hráefni. Gerð hlutana byggir á rannsóknum á sandi og landrofi sem á sér stað við strandlengjur heimsins vegna loftslagsbreytinga. Þátttakendur Thomas Pausz

Disaster Studios: Designing Resilience

Verkefnið Disaster Studios kannar samspil hönnunar og rannsókna í áhættu- og almannavörnum til að auka þrautseigju fólks á tímum hamfara. Sýningin markar upphaf verkefnisins og kynnir til leiks orkusparsaman vefþjón og vefsíðu sem hýst er hérlendis til að gæta að kolefnisspori verkefnisins. Að hanna þrautseigju Bæði hönnun og áhættustýring á sviði hamfara hafa það að […]

ARKITÝPA : Tilraunastofa í hringrásarhönnun

ARKITÝPA : Tilraunastofa í hringrásarhönnun. Formrænar tilraunir í leikandi innsetningu. Sýndar verða tilbúnar prótótýpur og verk í þróun. Nýskapandi hönnun og endurnýtt hráefni úr iðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU. ARKITÝPA er leikandi samstarf tveggja arkitekta, Ástríðar Birnu Árnadóttur og Karitas Möller. ARKITÝPA hannar skúlptúrísk rýmisgögn með áherslu á endurnýttan efnivið úr fjölbreyttum iðnaði, sem tekur […]

Arfisti – gjörnýting skógarkerfils

Tilraunasmiðja Arfistans um gjörnýtingu á mest hötuðu plöntu landsins í mat, pappír, umbúðir og fleira. Hér tekst Arfisti á við þá áskorun að finna not fyrir skógarkerfil sem flokkast sem illvíg og ágeng planta sem flestir hata. Frumrannsóknir á plöntunni sýna að hún er mjög áhugaverð fyrir ýmissa hluta sakir, s.s. hátt næringargildi og mikið […]

Híbýlaauður – samtal um húsnæðismál

Samtal um húsnæðismál, spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum sem kynntar verða í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Í samtalinu, sem verður streymt frá Norræna húsinu, er áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja. FYRIR HVERN ER […]

Koka björn

Mikael Niemi: Koka björn

Skáldsaga (sænska og færeyska) Mikael Niemi: Koka björn, 2017 Sumarið 1852 í þorpinu Kengis nyrst í Svíþjóð. Samapilturinn Jussi er alinn upp af prestinum í þorpinu sem er vel að sér um náttúruna og hefur miðlað drengnum af visku sinni. Smalastúlka finnst myrt og meðan flestir eru sammála um að björn hafi grandað henni eru […]

Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi

Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistnesku að móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og […]

Nordens hus i Reykjavik söker praktikanter

Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt utställningar, evenemang, konferenser och festivaler med inriktning på nordisk konst, kultur […]

Beiðni um bókun á rými

Hægt er að hafa samband ef frekari upplýsinga er óskað hjá booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókana er opin þriðjudag til föstudags á milli kl. 10:00 og 12:00. Hittumst í Norræna húsinu! Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur […]

BÓKASPJALL – fáðu hugmyndir að áhugaverður lesefni

BÓKASPJALL – fáðu hugmyndir að áhugaverðu lesefni  UMRÆÐUEFNI: SORG Í NÝLEGUM NORRÆNUM BÓKMENNTUM  Bókmenntir geta verið öndvegis vettvangur til að koma orðum yfir sorg, hvernig við tökumst á við hana og hvernig er að lifa með sorg.  Starfsfólk Bókasafns Norræna hússins bjóða í bókaspjall þar sem við ræðum öndvegis norrænar bókmenntir um sorgina sem við öll […]

Sögustund á finnsku

Finnsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum og leikum okkur á finnsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja finnsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur finnskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja […]

Sögustund á íslensku

Íslensk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Lesið er á íslensku úr bókum bæði eftir íslenska rithöfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er hægt að leika sér í Barnahelli en þar er að finna ótalmargar barnabækur, spil, liti og leikföng.   Öll börn á aldinum (+/-) 2-10 ára eru hjartanlega velkomin […]

Sögustund á dönsku

Dönsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum og leikum okkur á dönsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja dönsku eru velkomin.   Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur dönskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða […]

Sögustund á sænsku

Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins.   Við lesum, syngjum saman og leikum okkur á sænsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsk eru velkomin.   Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með […]

Baltnesk barnamenningarhátíð: Listræn brúðugerðarsmiðja

Baltnesk barnamenningarhátíð: Hanskatröll sigraði sokkaskrímslið – Listræn brúðugerðarsmiðja fyrir 5-10 ára  Listakonan Jurgita Motiejunaite mun segja börn frá skýtnum og hræðilegum verum í litháískum þjóðsögum. Í smiðjunni læra börn að gera handbrúður úr hönskum, sokkum og öðrum endurunnu efnum. Þau eru hvött til að semja og leika sögur um það sem þau óttast svo þau […]

Plantan bistró

Plantan bistró er veitingastaður og veisluþjónusta sem býður upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla er lögð á heilnæman og góðan mat, bakkelsi bakað á staðnum og gott kaffi. Allt á boðstólnum er plöntumiðað og úrvalið rúllar aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín. Eigendur Plöntunar eru þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Bernódus Óli […]

Baltnesk barnamenningarhátíð: Drottning grassnákanna – Vinnustofa byggð á litháenskri þjóðsögu

Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu: Drottning grassnáksins – Vinnustofa byggð á litháenskri þjóðsögu 29.maí kl.13-15 Kennarinn og fræðimaðurinn Audroné Gedziuté kynnir þekktu litháísku þjóðsöguna “Eglė, drottning grassnákanna” á gagnvirkan hátt með aðstoð íslenskumælandi kennara. Vinnustofan er ætluð allri fjölskyldunni en höfðar sérstaklega til barna á aldrinum 5-10 ára. Þátttakendur kynnast kjarna í litháískri menningu í […]