Náttúran úti & inni – ókeypis sumarnámskeið í Norræna húsinu


Náttúran úti & inni – ókeypis sumarnámskeið í Norræna húsinu

14.– 18. júní (frí 17. júní) kl. 09:00- 13:00 

Aldur: 7 – 10 ára

Þema sumarnámskeiðisins er náttúran og umhverfismál og fá börn tækifæri til að skoða hugtökin í gegnum bókmenntir og listir og með leikjum og leiðsögnum á einstöku útisvæði Norræna hússins. Fuglafriðlendi umlykur Norræna húsið og hægt er að fræðast um fuglalíf, plöntur og votlendið í Vatnsmýrinni. Þátttakendur kynnast einnig gróðurhúsi Norræna hússins, þar sem matjurtir og íslenskt grænmeti er ræktað í sumar.

Í sumar standa yfir tvær nýjar sýningar í Norræna húsinu sem þátttakendur munu kynnast vel í gegnum verkefni námskeiðisins. Á barnabókasafninu verður sumarsýning byggð á teikningum og ljóði sem nefnist Steinskröltarar og fjallar um jarðsöguna á ljóðrænan hátt út frá sjónarhorni steina. Einnig verður kafað ofan í sýningu í Hvelfingu, sýningarrými hússins, sem skoðar samband manns og náttúru á fjölbreyttan hátt.

Nemendur eru beðnir um að taka með sér nesti daglega og fatnað sem hentar íslenskri sumarveðráttu.

Vinsamlegast skráið með því að senda nafn, kennitölu og símanúmer aðstandanda á hrafnhildur@nordichouse.is

Örfá laus pláss eftir, eftir það er skráð á biðlista.