BÓKASPJALL – fáðu hugmyndir að áhugaverður lesefni
15:00-16:00
BÓKASPJALL – fáðu hugmyndir að áhugaverðu lesefni
UMRÆÐUEFNI: SORG Í NÝLEGUM NORRÆNUM BÓKMENNTUM
Bókmenntir geta verið öndvegis vettvangur til að koma orðum yfir sorg, hvernig við tökumst á við hana og hvernig er að lifa með sorg. Starfsfólk Bókasafns Norræna hússins bjóða í bókaspjall þar sem við ræðum öndvegis norrænar bókmenntir um sorgina sem við öll stöndum frammi fyrir fyrr eða síðar á lífsleiðinni.
Bókaspjallið verður seinnipart dags og við getum boðið 20 gestum að taka þátt. Við ræðum valdar norrænar bókmenntir og deilum hugmyndum að áhugaverðu lesefni. Þar sem Norræna húsið er hús allra norrænu tungumálanna munum við ræða saman á eftir bestu getu á skandinavísku tungumálunum – og þegar okkar verður orða vant notum við íslensku eða ensku.
Hvenær: Föstudaginn 28. maí kl. 15-16
Hvar: Salurinn í Norræna húsinu
Sæti eru fyrir 20 gesti og er þáttaka ókeypis – skráðu þig með að senda póst á susanne@nordichouse.is
Við hugsum vel hvert um annað, notum grímur og sótthreinsum hendur