ARKITÝPA : Tilraunastofa í hringrásarhönnun


ARKITÝPA : Tilraunastofa í hringrásarhönnun.
Formrænar tilraunir í leikandi innsetningu. Sýndar verða tilbúnar prótótýpur og verk í þróun.

Nýskapandi hönnun og endurnýtt hráefni úr iðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU. ARKITÝPA er leikandi samstarf tveggja arkitekta,
Ástríðar Birnu Árnadóttur og Karitas Möller. ARKITÝPA hannar skúlptúrísk rýmisgögn með áherslu á endurnýttan efnivið úr fjölbreyttum iðnaði, sem tekur á sig nýtt form í nýskapandi tilraunum. Sýningin „ARKITÝPA : Tilraunastofa í hringrásarhönnun“ einkennist af prótótýpum og verkum í mótun, þar sem efnum, formum og hugmyndum í þróun er fléttað saman og stillt upp í sjónrænni innsetningu.

Þátttakendur

Ástríður Birna Árnadóttir

Karitas Möller