Arfisti – gjörnýting skógarkerfils


Tilraunasmiðja Arfistans um gjörnýtingu á mest hötuðu plöntu landsins í mat, pappír, umbúðir og fleira.

Hér tekst Arfisti á við þá áskorun að finna not fyrir skógarkerfil sem flokkast sem illvíg og ágeng planta sem flestir hata. Frumrannsóknir á plöntunni sýna að hún er mjög áhugaverð fyrir ýmissa hluta sakir, s.s. hátt næringargildi og mikið magn af andoxunarefnum. Arfisti rannsakar hvernig hægt er að fá skógarkerfil skilgreindann sem matvæli og hvort hægt sé að nýta alla hluta plöntunnar. Helstu viðfangsefnin eru hvernig hægt sé að verka, geyma og matreiða skógarkerfil. Samhliða því að skoða æta parta plöntunnar er allt annað sem fellur til í ferlinu nýtt sem hráefni í ýmsa hluti. Ekkert fer til spillis. Arfistinn sýnir afrakstur tilrauna og býður upp á matarviðburð og workshop þar sem hún leiðbeinir fólki að nýta plöntuna.
Arfisti er einnar konu verkefni sem gengur út á að finna notkunarmöguleika fyrir allskonar plöntur sem fólk skilgreinir oftast sem illgresi með það að markmiði að finna sjálfbærar lausnir í fæðuframleiðslu. Á tímum heimsfaraldurs þar sem allt getur gerst og landið lokast fyrir aðföng er hér leitað lausna í nærumhverfinu. Kannski er alversta illgresið sem nokkur Íslendingur þekkir, afar gagnleg planta með margskonar nytjamöguleika.

Sono Matseljur á veitingastaðnum í Norræna húsinu bjóða upp á rétti með skógarkerfli á matseðli sínum dagana 21. – 23. maí kl. 17:30 til 22:00.

Opnunarhóf
19.maí: 17:00–19:00

Tilraunasmiðja
20.maí: 14:00–16:00

Matarviðburður
21.maí: 15:00–16:30

Þátttökusmiðja
22.maí: 14:00–16:00

Þátttakendur
Ásta Þórisdóttir