Sumartónleikar – Hera (IS)
21:00
Miðaverð ISK 2.500 – 3.000Kaupa miða
Hera er söngvatónskáld sem hefur gert það gott bæði hérlendis og erlendis og nýjasta plata hennar Hera vann bæði hug hlustenda og gagnrýnenda í fyrra. Hera mun koma fram eins og henni líður best, með gítar í hönd og sögur að segja. Þetta verða síðustu tónleikar Heru á Íslandi í bili þar sem hún er á leið í tónleikaferðalag til Nýja Sjálands og því er þetta einstakt tækifæri að upplifa hana flytja bæði gömul og ný lög í sal Norræna hússins.