Pikknikk Tónleikar: BSÍ (IS)


Aðgangur ókeypis

Af hverju í ósköpunum myndi einhver nefna hljómsveitina sína í höfuðið á grárri og þunglyndislegri bifreiðastöð í Reykjavík? Í stað þess að finna svar á þessari spurningu skulum við fullyrða að þau Sigurlaugu Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender stofnuðu BSÍ undir þeim formerkjum að spila á hljóðfæri sem þau kynnu ekkert á og líta á hljómsveitina sína sem leikvöll þar sem allt er leyfilegt og þau geta einfaldlega bara verið þau sjálf. Með því að beina berskjaldaðri sorg og hrárri gleði og reiði í tvær ólíkar áttir skapa þau tónlist sem er á köflum melankólísk og á köflum hratt og pönkað lo-fi-krútt-popp-pönk.

Send this to a friend