Mikael Niemi: Koka björn

Koka björn

Skáldsaga (sænska og færeyska)
Mikael Niemi: Koka björn, 2017

Sumarið 1852 í þorpinu Kengis nyrst í Svíþjóð. Samapilturinn Jussi er alinn upp af prestinum í þorpinu sem er vel að sér um náttúruna og hefur miðlað drengnum af visku sinni. Smalastúlka finnst myrt og meðan flestir eru sammála um að björn hafi grandað henni eru presturinn og Jussi á öðru máli. Þegar fleiri deyja á dularfullan hátt rannsaka þeir málin sem verða æ flóknari og á endanum er Jussi sjálfur ákærður fyrir morðin. Fyrir utan glæpina sem sagan snýst um er þetta líka saga um um baráttu prestsins við fáfræði og spillingu og hlutskipti samana á þessum tíma en eitt af verkefnum prestsins er að kristna þá. Og svo er þetta líka ofurlítil ástarsaga þar sem Jussi er skotin í yndinu sínu henni Maríu. Persóna prestsins er byggð á sögu prestsins Lars Levi Læstadius en höfundurinn Mikael Niemi óx upp skammt frá gamla prestsetrinu í Pajala þar sem Læstadius bjó ásamt fjölskyldu sinni.