Sumartónleikar – Dúplum Dúó (IS)


21:00
Miðaverð ISK 2.500 – 3.000Kaupa miða

Dúplum dúó skipar þær Björk Níelsdóttur söngkonu og Þóru Margréti Sveinsdóttur víóluleikara. Þær kynntust í Tónlistarháskólanum í Amsterdam og fóru á fjöldamörg tónleikaferðalög með m.a. Björk, Sigurrós, Florence and the Machine og Stargaze áður en þær ákváðu að sameina krafta sína. Sveitin leggur áherslu á nútímaljóð og flutning á ljóðasöng og notast einungis við söngrödd og víólu til að ná óslípaðri nánd með flutningi sínum. Tónlistin er bæði hrá og viðkvæm. Á þessum útgáfutónleikum í Norræna húsinu fer sveitin að brjóta nýtt blað á ferli sínum og við getum búist við einstakri upplifun.

Miða er hægt að nálgast á TIX.IS