PIKKNIKK – ÁSLAUG DUNGAL – 24. JÚLÍ

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!  ÁSLAUG DUNGAL (IS) spilar þann 24. júlí.  Áslaug Dungal er nemandi við nýmiðla tónsmíðar í LHÍ og gaf út sína fyrstu stuttskífu í janúar síðastliðinn. Hún hefur verið að spila með skólafélögum sínum og haldið nokkra tónleika með þeim. Hún mun ýmist spila lög af plötunni og einhver nýsamin, og lofar […]

PIKKNIKK – ÖSP ELDJÁRN og VALERIA POZZO – 31. JÚLÍ

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!  ÖSP ELDJÁRN (IS) og VALERIA POZZO (IT) spila þann 31. júlí.  Lagasmiðurinn, söngkonan og múltí hljóðfæraleikarinn Valeria Pozzo nam klassískan fiðluleik frá unga aldri í heimalandi sínu, Ítalíu. Í Lundúnum kynntist svarfdælsku söngkonunni og lagasmiðnum Ösp Eldjárn. Þær urðu strax miklar vinkonur og hafa síðan þá starfað saman og haldið […]

PIKKNIKK – Andervel – 17 Júlí

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!  ANDERVEL (MX) spilar þann 17. júlí.  Í tónum Andervel mætir mexíkósk þjóðlagatónlist tilfinningalegu landslagi Íslands. Einlægur, náinn, hjartnæmur, viðkvæmur: Andervel er tónlistarverkefni söngvarans og fjölhljóðfæraleikarans José Luis Anderson. Anderson er fæddur og uppalinn í Mexíkó og býr nú og starfar á Íslandi. Andervel er virðingarvottur við uppruna hans, klassískan söngbakgrunn og þroska […]

PIKKNIKK – Teitur Magnússon og Tue West – 10 júlí

 PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!   Teitur Magnússon (IS) og Tue West (DK) spila þann 10. júlí.  Þetta íslensk/danska tvíeyki var stofnað í Reykjavík árið 2020 af Teiti Magnússyni og Tue West. Báðir eru þeir virtir listamenn í sínu heimalandi og hér gefst hlustendum frábært tækifæri til að ná þeim saman. Báðir hafa þeir nýlega gefið út plötur, Tue […]

PIKKNIKK – YANA – 3. Júlí

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!  YANA (UA) spilar þann 3. júlí.  Yana Prikhodko er sellóleikari frá Dnipro í Úkraínu. Hún lauk grunnnámi frá Donetsk Music College árið 2006 og útskrifaðist með meistaragráðu frá Dnipro Academy of Music árið 2013. Síðan þá hefur hún starfað með mismunandi hópum og hljómsveitum, einkum með Dnieper sinfóníuhljómsveitinni. Yana neyddist að […]

PIKKNIKK – BREK – 26 júní

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar!  BREK (IS) spilar þann 26 júní.  Hljómsveitin BREK var stofnuð 2018 og samanstendur af þeim Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu og píanóleikara,  Jóhanni Inga Benediktssyni gítarleikara og Guðmundi Atla Péturssyni mandólínleikara, ásamt kontrabassaleikarinn Sigmari Þór Matthíassyni sem gekk til liðs við BREK árið 2020. Fyrsta plata BREK var nýlega valin plata ársins […]

PIKKNIKK – TRYGGVI – 19 júní

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar! TRYGGVI (IS) spilar þann 19. júní. TRYGGVI hefur verið hluti af söng-/lagahöfunda- og þjóðlagasenunni í Reykjavík síðan 2006, bæði sem hluti af dúettinu Friday Night Idols og sóló. Fyrsta breiðskífa hans, Letting Go, á að koma út á fyrri hluta þessa árs en beðið hefur verið eftir henni með mikilli […]

HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU 

Verið hjartanlega velkomin á opnunarviðburð Hjólsins V, fimmtudaginn 9. júní. kl. 17:00 í Norræna húsinu. Örn Alexander Ámundason ávarpar gesti fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík ásamt sýningarstjóra, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur. Í kjölfarið mun Hjálmar Sveinsson, formaður menningar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, opna sýninguna formlega. Boðið verður upp á létta skál og tónlist undir stjórn DJ […]

PIKKNIKK – Margrét Arnardóttir – 12 júní

Við höldum áfram með PIKKNIKK tónleikaröðina okkar í sumar! Margrét Arnardóttir (IS) tekur af skarið og spilar fyrst í röðinni sunnudaginn 12. júní. Margrét Arnardóttir, harmonikkuleikar,i hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum í íslensku leik- og tónlistarlífi. Hún hefur unnið með tónlistarmönnum eins og Prins Póló, Bubba Morthens, Sóley og Benna Hemm Hemm. Auk […]

Innleiðing á nýju bókasafnskerfi

Kæru gestir. Það verður nokkur röskun á þjónustu hjá okkur á tímabilinu 31. maí – 13. júní vegna innleiðingar nýs bókasafnskerfis á landsvísu. Hvað þýðir það? Ekki verður hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á tímabilinu. Útlán og skil verða einungis framkvæmd hjá starfsmanni bókasafns Við tökum vel á móti ykkur og þökkum þolinmæðina.     

Framkvæmdir í Norræna húsinu

Núverandi staða framkvæmda: Fyrsti áfangi endurbætur á þaki: LOKIÐAnnar áfangi, innanhúss: LOKIÐÞriðji áfangi, bókasafn: LOKIÐNúverandi Framkvæmdir: Barnabókasafn og Utandyra. Framkvæmdum á að ljúka fyrir lok sumars 2024.Húsið, bókasafn, sýningarsalur og veitingastaðurinn SÓNÓ er opinn að venju. Við biðjumst velvirðingar ef eitthvað ónæði hlýst af framkvæmdum. Norræna húsið er einstakt kennileiti í Reykjavík og eitt mikilvægustu […]

Búferlaflutningar nú og fyrrum – Ruth Wall og Graham Fitkin

Búferlaflutningar nú og fyrrum Ruth Wall og Graham Fitkin flytja þjóðlög og nýja tónlist. Kaupa miða hér. Skoski hörpuleikarinn Ruth Wall leikur á tvær hörpur á tónleikunum, keltneska vírstrengda hörpu með bjöllu-hljómi (sem fylgt hefur Skotum síðan á 10. öld) og króka hörpu með girnistrengjum.  Þema tónleikanna er Búferlaflutningar  (“Migration”) nú og fyrrum.  Ruth Wall […]

WORKSHOP by R.E.C. Arts Reykjavík

WORKSHOP by R.E.C. Arts Reykjavík Friday 27th may. 16:30 – 19:00 Free – sign up required. R.E.C Arts Reykjavík is an artist collective/creative team aiming to bring diversity, visibility, access and representation of minority groups to the mainstream Icelandic art scene (theatre, dance, music, art, etc). They host educational & creative workshops and discussions which […]

Uppstigningardagur – Leiðsögn & Leikfimi og opið til 20:00

Verið velkomin í Norræna húsið á uppstingingardag þann 26. maí. Good Thursday – Við verðum með opið frá 10:00 – 20:00   Sérstakir viðburðir þennann dag: -kl: 17:00 Leiðsögn með sýningarstjóra, Rúna Thors gefur innsýn í rannsóknarferlið fyrir sýninguna og segir frá völdum verkum. -kl: 17:30 ‘I dare you’: Hanna Jónsdóttir leiðir gesti í gegnum […]

Æðardúnn & fleira furðulegt – ókeypis sumarnámskeið

*ATH AÐ FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ* Ókeypis sumarnámskeið fyrir 7 – 10 ára Þema sumarnámskeiðis Norræna hússins í ár er innblásið af yfirstandandi sýningu hússins sem ber heitið: Tilraun- Æðarrækt. Sýningin er þverfagleg og fjallar um sambýli æðarfugla og manna. Börnin fræðast um þennan mikilvæga fugl og kynnast jafnframt því hvaða sköpun getur átt sér […]

“WE THE GUINEA PIGS” – documentary screening by SEEDS

We invite you to watch “WE THE GUINEA PIGS”, one of the three documentaries of the WHY PLASTIC? project on the 26th of May 2022 hosted by SEEDS and the Nordic House. Next to the documentary, there will be a facilitated formal discussion about topics and issues opened in the documentary. „WE THE GUINEA PIGS“ […]

Heilbrigð jörð – Heilbrigt líf

Við höldum áfram með viðburðaröðina „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“. Í þessum viðburði sem er nr. 2 í röðinni tengjum við saman heilbrigði vistkerfa við heilsu og vellíðan manna. Á viðburðinum verða áhugaverð erindi, m.a. um tengsl og tengslarof okkar við náttúruna og um sálræn áhrif náttúrunnar […]

17. maí – Þjóðhátíðardagur Noregs.

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna minnast þeir viðtöku stjórnarskrár Noregs er fram fór á Eidsvoll 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna býr á Íslandi og þann 17. maí munu margir þeirra koma saman og halda daginn hátíðlegan. Nordmannslaget, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir til hátíðardagskrár þennan dag og mun hluti hennar eiga sér stað hér […]

Why don’t you just marry (an Icelander)? – Kafli 1.

SJÁ DAGSKRÁ „Af hverju giftist þú ekki Íslendingi?“ er viðkvæðið sem margir ríkisborgarar utan ESB heyra þegar þeir segja frá vandræðum sínum við að læra á innflytjendakerfið á Íslandi, á meðan á námi stendur, eftir útskrift eða við störf á Íslandi. Þessi kaldhæðnislega spurning varpar ljósi á erfiðleikana við að fá atvinnuleyfi fyrir fólk af […]

Nýr kafli í sögu Norræna hússins: Elissa Aalto

Í ár eru 100 ár frá fæðingu arkitektsins Elissa Aalto. Hún spilaði stórt hlutverk í finnskri byggingarsögu bæði með eigin verkefnum og gegnum sín störf við endurbætur, viðhald og verndun húsa eftir eiginmann sinn Alvar Aalto. Hún spilaði lykilhlutverk við byggingu Norræna hússins í Reykjavík. Í gegnum sögu Norræna hússins hefur sjónum verið beint að Alvar Aalto og […]

Klassík í Vatnsmýrinni – 11 maí

Síðustu tónleikar starfsársins í Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir þann 11. maí næstkomandi kl 20 í Norræna húsinu. Sono matseljur munu bjóða upp á afslátt af léttum veitingum og drykkjum á undan tónleikunum og í hléi. Þar munum við fagna vinum frá Finnlandi, þeim Mari Palo sópransöngkonu og Maiju Parko píanóleikara. Tónleikarnir eru tilkomnir í […]

Leiðsögn með sýningarstjórum

Leiðsögn með sýningarstjórum. 12. maí kl 16:30 Sýningarstjórarnir Hildur Steinþórsdóttir & Rúna Thors leiða gesti í gegnum sýninguna Tilraun – Æðarrækt. Þverfaglega sýningu um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig […]

MÁLSTOFA UM BÓKMENNTIR

MÁLSTOFA UM BÓKMENNTIR MEÐ SVERRI NORLAND OG KARÍTAS HRUNDAR PÁLSDÓTTUR  FÖSTUDAGUR 13. MAÍ KL.19:00-20:30 Norræna félagið býður til málstofu og samtals um bókmenntir á bókasafninu með höfundunum Sverri Norland og Karítas Hrundar Pálsdóttur þar sem fjallað verður um norrænar bókmenntir og hvernig hægt er að auka áhuga á þeim. Skipuleggjendurnir segja einnig frá rafræna leshringnum […]

Norræna húsið opnar SKÁLANN

Norræna húsið opnar SKÁLANN; sjálfbærann og margbreytilegan skála sem getur hýst litla viðburði af öllu tagi. – Skálinn hefur margskonar möguleika fyrir alls kyns útiviðburði sem tengjast fjölbreyttri dagskrá Norræna hússins. OPNUN 5. maí frá 14:30-16:00 Við opnunina spilar DJ Psyaka og við bjóðum upp á búbblur. Hönnuður: BALDUR HELGI SNORRASON barkstudio.is lesið meira um […]

Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir

Hvað veist þú um náttúrumiðaðar lausnir? Af hverju eru þær mikilvægar og hvernig tengjast þær loftslagsmálum, lífríkinu og velferð mannkyns? Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Norræna húsið bjóða til samtals um náttúrumiðaðar launsir og áhrif þeirra í víðu samhengi. Viðburðaröðin heitir Í liði með náttúrunni. Náttúrumiðaðar lausnir eru meðal öflugustu lausna sem við […]

Sögustund á sunnudegi – norska & íslenska

Sögustund á sunnudegi – norska & íslenska Sögumaður er Rán Flygenring Öll fjölskyldan er velkomin á norsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Teiknarinn og myndhöfundurinn Rán Flygenring les sögu úr bókinni Fuglar sem hún vann í samstarfi við Hjörleif Hjartason.  Á norsku les hún úr bókinni  Skogens Konge – alt […]

Tímabærar endurbætur á Norræna húsinu

Norræna húsið er eitt mikilvægustu byggingarlistaverka Íslands, eina byggingin frá sínum tíma sem teiknuð var af mikils metnum erlendum arkitekt. Húsið hefur reynst vera af háum gæðum, úr vönduðum efnivið sem stenst tímans tönn og húsið er einnig nútímalegt miðað við sinn tíma hvað varðar tæknilegar lausnir. Staðreyndin situr þó eftir – nú eru 54 […]

SÓNÓ kvöldopnun!

Eldhús Sónó matselja byrja aftur með kvöldopnun á föstudags- og laugardagskvöldum með glænýjann matseðil til fagnaðar vorinu sem nú er að komast í fullan blóma. Matseðill Sónó er árstíðarbundinn og fylgir gangi tunglsins með því besta sem fæst hverju sinni og sækja þau hráefni sín og innblástur að miklu leytinu til úr næruhverfi sínu. Tryggjið […]

SÓNÓ kvöldopnun!

Eldhús Sónó matselja byrja aftur með kvöldopnun á föstudags- og laugardagskvöldum með glænýjann matseðil til fagnaðar vorinu sem nú er að komast í fullan blóma. Matseðill Sónó er árstíðarbundinn og fylgir gangi tunglsins með því besta sem fæst hverju sinni og sækja þau hráefni sín og innblástur að miklu leytinu til úr næruhverfi sínu. Tryggjið […]

Æðarfugl & arkitektúr – Barnasmiðja

Æðarfugl & arkitektúr Smiðja fyrir börn og ungmenni í tengslum við sýningu á HönnunarMars. Æðarfuglinn getur ílla varið sig og fjölmargar hættur steðja að þessum einstaka fugli. Váfuglar, minkar, refar og veður ógna honum og í gegnum tíðina hafa verið farnar skapandi leiðir til þess að vernda fuglinn. Fuglahræður, veifur og lítil hús eru á […]

Skálinn við birkitréin

Norræna húsið opnar SKÁLANN; sjálfbærann og margbreytilegan skála sem getur hýst litla viðburði af öllu tagi. – Skálinn hefur margskonar möguleika fyrir alls kyns útiviðburði sem tengjast fjölbreyttri dagskrá Norræna hússins. Skálinn er sveigjanlegur vettvangur við Norræna húsið og skapar aðstöðu fyrir fjölbreytta, sjálfbæra og þverfaglega viðburði. Styrktaraðilar KEBONY — BYKO — AUÐLIND BALDUR HELGI […]

Sögustund á sunnudögum – danska

Nannaelvah Prem Bendtsen les á dönsku söguna Rasmus Klump á tunglinu eftir Carla Hansen sem fjallar um Rasmus Klump, Pingo og Pelle sem lenda á tunglinu í geimskipi sem þeir smíðuðu sjálfir. Á tunglinu hitta þeir geimverur og lenda í ýmsum hrakningum og ævintýrum. Hún les einnig bókina Bestivinurminn Ósýnilegi Björn eftir Annette Herzog og […]

Ára dýranna – Fjölskylduvinnustofa

Öll fjölskyldan er velkomin á ókeypis smiðju sem listamaðurinn Sean Patrick O’Brien leiðir. Í smiðjunni verða gerðar tilraunir með litarefni og efni sem lýsa í myrkri til að skoða og fræðast um eiginleika dýra sem geta skipt um lit í náttúrunni. Skráning hjá hrafnhildur@nordichouse.is Flest verk myndlistarmannsins Sean Patrick O’ Brien eru upplifunar – og […]

Þóra Finnsdóttir á HönnunarMars

Þóra Finnsdóttir vinnur með form og áferðir hrauns, basaltsteina og sandsteins. Forvitin um  íslenska náttúru hefur Þóra löngun til að miðla einstökum eiginleikum hennar til annars fólks. Með vinnu sinni rannsakar hún tilfinningu fyrir djúpri tengingu við náttúru Íslands. Vinnuferlið er að hluta til steinþrykk á staðnum, skúlptúrar innblásnir af landslagi og lífrænum formum íslenskrar […]

MÁL/TÍÐ – Carnal dinner

Verið Velkomin á æta upplifunarviðburði eftir Elín Margot og Pola Sutryk þar sem gestir geta átt í líklamlegum samskiptum við matarhönnun. Carnal Dinner rannsakar samband matar og munúðar á meðan Waste Feast einblínir á að upplyfta því sem sem við alla jafna myndum flokka sem rusl. MÁL/TÍР var stofnað árið 2021 með það í markmið […]

MÁL/TÍÐ – Waste feast

Verið velkomin á æta upplifunarviðburði eftir Elín Margot og Pola Sutryk þar sem gestir geta átt í líklamlegum samskiptum við matarhönnun. Carnal Dinner rannsakar samband matar og munúðar á meðan Waste Feast einblínir á að upplyfta því sem sem við alla jafna myndum flokka sem rusl. MÁL/TÍР var stofnað árið 2021 með það í markmið […]

Hvernig hljómar geimurinn? Fjölskylduvinnustofa

Steinunn Eldflaug hefur ferðast vítt og breytt um heiminn og glatt fólk með geim-raftónlist undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip. Hún galdrar fram furðuheim með hljóðgervlum, ljósum, söng og dansi á tónleikum. Áheyrendum er boðið með í ferðalag um óravíddir ímyndunaraflsins-hvert sem verða vill. Tónlistin blandar saman áhrifum hvaðanæva að svo úr verður dansvæn ævintýratónlist. […]

Dýrafundir – Fjölskylduvinnustofa

Hefur þú einhvertíman hitt dýr og hefur aldrei getað gleymt því síðan? Eða hefur þú heyrt ótrúlega sögu um dýr? Í vinnustofunni fá gestir tækifæri til þess að deila sögum um dýr og sögum af samskiptum þeirra við dýr með því að teikna teiknimyndasögur með aðstoð atvinnufólks í teiknimyndasögugerð frá Finnlandi. Mögulegt verður að gera […]

Sögustund á finnsku með KutiKuti Collective

Finnsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum og leikum okkur á finnsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja finnsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur finnskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í […]

Erik Bryggman – norrænn arkitekt 1891-1955

Erik Bryggman var með áhrifamestu arkitektum sinnar kynslóðar og mun með hönnun sinni hafa, ásamt Alvar Aalto, markað upphaf virknihyggju í Finnlandi. Eftir hann stendur fjöldinn allur af byggingum sem þykja hornsteinn í byggingarsögu 20. aldar og hafa svo sannarlega staðist tímans tönn. Bryggman-stofnunin í Eistlandi hefur sett saman sýningu um feril Bryggman og áhrif […]

Alþjóðadagurinn 2022

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?  Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa nú í fimmta sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og fræðimenn, og í raun alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum […]

Kvenkyns frumkvöðlar & sögulegar byggingar

Verið velkomin í HönnunarMars í Norræna húsinu! Á HönnunarMars í ár bjóðum við, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, til málstofu í tveimur hlutum sem ber titilinn Kvenkyns brautryðjendur og Sögulegar byggingar. Hópur sérfræðinga mun kynna okkur fyrir sögu og verkum norrænna kvenkyns arkitekta, sem teljast brautryðjendur á sínu sviði. Einnig munum við skoða endurbætur á […]

Tilraun – Æðarrækt

Opna sýningarskrá Þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum. Æðarfuglinn og æðarbændur hafa þróað einstakt samband sín á milli byggt á […]

Kutikuti & Íslenska myndasögusamfélagið

Norræna húsið býður alla myndasögulistamenn velkomna í móttöku þann 20. apríl milli kl: 18:00 – 20:00. Myndasöguhöfundar frá finnska myndasögufélaginu Kutikuti sýna verk sín, spjalla við gesti og með listamönnum frá Íslenska myndasögusamfélaginu. Léttar veitingar verða í boði.

Virak Revyen – Listasmiðja !

Virak Revyen er listasmiðja á vegum Live Art Denmark, haldin í Norræna húsinu. Þátttakendur fræðast um gjörningalist og skoða meðal annars flutninga á verkum Marina Abramovic, Yoko Ono, John Lennon og annara þekktra og óþekktra listamanna. Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í sumum verkunum, til dæmis með því að segja frá skónum sínum […]

Lausar stöður fyrir starfsnema

För hösten 2022 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt […]

Kutikuti: Sýning á ganginum

Á sýningunni gefur að líta safn listaverka, bæði frumrit og eftirprent eftir sex félaga í hópnum Kutikuti sem heimsóttu Ísland í apríl 2022. KUTIKUTI er félag um samtíma myndasögur sem var stofnað í Finnlandi árið 2005 og er rekið af af hópi listamanna. Kjarni Kutikuti samanstendur af u.þ.b. fimmtíu meðlimum sem skapa, kenna og gefa […]

Líf í geimnum !

Komdu með í geimferðalag á barnabókasafni Norræna hússins! Á Barnamenningarhátíð er fjölskyldum og leikskólahópum boðið á sýninguna og verður geimföndur á staðnum sem að ungum gestum býðst að hengja upp á veggi sýningarinnar. Þar með mun sköpunarverk barna setja sitt mark á sýninguna eftir því sem líður á hátíðina. Seglaveggurinn sívinsæli er einnig á sínum […]

Barnabarinn !

Barnabarinn tekur yfir Norræna húsið laugardaginn 9. apríl og 10.apríl á Unga Barnamenningarhátíð. Barnabarinn er upplifunarverk þar sem börn ráða öllu og stökkva í öll störf, blanda óáfenga kokteila og leggja fullorðnum lífsreglurnar á trúnó. Fullorðnir geta t.d. fengið klippingu frá barni með skæri, látið blanda fyrir sig hugmyndaríkan drykk og fengið frá barninu ráð […]

50 hættulegir hlutir !

Hefur þú sleikt níu volta batterí? Tekið lokið af pottinum á nákvæmlega sama tíma og poppmaísinn springur? Kveikt á eldspýtu og beðið þar til hún brennur út? Aldrei? Þá er sýningin 50 hættulegir hlutir! – eitthvað fyrir þig! Sýningin rannsakar allt það sem börnum er yfirleitt sagt að vara sig á eða forðast. Stórhættulegt leikhús […]