PIKKNIKK – Andervel – 17 Júlí


15:00
Gróðurhús & Pavilion
Aðgangur ókeypis

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar! 

ANDERVEL (MX) spilar þann 17. júlí. 

Í tónum Andervel mætir mexíkósk þjóðlagatónlist tilfinningalegu landslagi Íslands. Einlægur, náinn, hjartnæmur, viðkvæmur: Andervel er tónlistarverkefni söngvarans og fjölhljóðfæraleikarans José Luis Anderson. Anderson er fæddur og uppalinn í Mexíkó og býr og starfar á Íslandi. Andervel er virðingarvottur við uppruna hans, klassískan söngbakgrunn og þroska hans í íslensku listalífi. Tónlist Andervel er tímalaust þjóðlagapopp, hjartnæm og heiðarleg. 

Eins og alltaf er ókeypis á tónleikana og fara þeir fram utandyra ef veður leyfir.

Hægt verður að kaupa veitingar frá SÓNÓ.