PIKKNIKK – Teitur Magnússon og Tue West – 10 júlí


15:00
Gróðurhús & Pavilion
Aðgangur ókeypis

 PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar! 

 Teitur Magnússon (IS) og Tue West (DK) spila þann 10. júlí. 

Þetta íslensk/danska tvíeyki var stofnað í Reykjavík árið 2020 af Teiti Magnússyni og Tue West. Báðir eru þeir virtir listamenn í sínu heimalandi og hér gefst hlustendum frábært tækifæri til að ná þeim saman. Báðir hafa þeir nýlega gefið út plötur, Tue með Freedom to Be a Prisoner, og Teitur með 33, þannig að þeir eiga nóg af nýju efni til að leyfa gestum að njóta. Búast má við litríku popp/rokki yfir frumlegum textum. 

Eins og alltaf er ókeypis á tónleikana og fara þeir fram utandyra ef veður leyfir.

Hægt verður að kaupa veitingar frá SÓNÓ.