Leiðsögn með sýningarstjórum


16:30
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Leiðsögn með sýningarstjórum.
12. maí kl 16:30

Sýningarstjórarnir Hildur Steinþórsdóttir & Rúna Thors leiða gesti í gegnum sýninguna Tilraun – Æðarrækt. Þverfaglega sýningu um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum.

Ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara! Frábær og vönduð sýnining… eða ef vitnað er í æðarkollurnar: Úúúú, Úúúú! Það er erfitt að hrífast ekki af þessari fallegu sýningu!

Send this to a friend