PIKKNIKK – BREK – 26 júní


15:00
Gróðurhús & Pavilion
Aðgangur ókeypis

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar! 

BREK (IS) spilar þann 26 júní. 

Hljómsveitin BREK var stofnuð 2018 og samanstendur af þeim Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu og píanóleikara,  Jóhanni Inga Benediktssyni gítarleikara og Guðmundi Atla Péturssyni mandólínleikara, ásamt kontrabassaleikarinn Sigmari Þór Matthíassyni sem gekk til liðs við BREK árið 2020. Fyrsta plata BREK var nýlega valin plata ársins í flokki þjóðlagaog heimstónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónlistin er jákvæð og tímalaus þjóðlagatónlist sem einkennist af faglegri spilamennsku og fallegum söng. 

Eins og alltaf er ókeypis á tónleikana og fara þeir fram utandyra ef veður leyfir.

Hægt verður að kaupa veitingar frá SÓNÓ. 

Send this to a friend