PIKKNIKK – YANA – 3. Júlí


15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

PIKKNIKK ókeypis tónleikaröð í sumar! 

YANA (UA) spilar þann 3. júlí. 

Yana Prikhodko er sellóleikari frá Dnipro í Úkraínu. Hún lauk grunnnámi frá Donetsk Music College árið 2006 og útskrifaðist með meistaragráðu frá Dnipro Academy of Music árið 2013. Síðan þá hefur hún starfað með mismunandi hópum og hljómsveitum, einkum með Dnieper sinfóníuhljómsveitinni. Yana neyddist að yfirgefa Úkraínu í mars 2022 vegna stríðsins. 

Eins og alltaf er ókeypis á tónleikana og fara þeir fram utandyra ef veður leyfir.

Hægt verður að kaupa veitingar frá SÓNÓ.