Ára dýranna – Fjölskylduvinnustofa


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á ókeypis smiðju sem listamaðurinn Sean Patrick O’Brien leiðir. Í smiðjunni verða gerðar tilraunir með litarefni og efni sem lýsa í myrkri til að skoða og fræðast um eiginleika dýra sem geta skipt um lit í náttúrunni.

Skráning hjá hrafnhildur@nordichouse.is

Flest verk myndlistarmannsins Sean Patrick O’ Brien eru upplifunar – og þátttökuverk sem hvetja áhorfendur til að nálgast verkin af forvitni. Hann býður fólki að kanna verkin upp á eigin spýtur, snerta verkin og leika sér með þau og þar með skapar hann möguleikann á því að einstaklingar tengist barninu innra með sér. Í verkunum notast hann við náttúrleg fyrirbæri á borð við liti regnbogans, fosfóra sem lýsa í myrkri, þyngdaraflið og titring hljóðs og ljóss. Verkin verða upplifun og uppgötvun hvers einstaklings fyrir sig og minna á fegurð og undur heimsins.  Sean útskrifaðist árið 2007 úr Massachusetts College of Art and Design og lauk mastersnámi árið 2021 hjá Listaháskóla Íslands, gjörningadeild.