Hvernig hljómar geimurinn? Fjölskylduvinnustofa


13:00-15:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Steinunn Eldflaug hefur ferðast vítt og breytt um heiminn og glatt fólk með geim-raftónlist undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip. Hún galdrar fram furðuheim með hljóðgervlum, ljósum, söng og dansi á tónleikum. Áheyrendum er boðið með í ferðalag um óravíddir ímyndunaraflsins-hvert sem verða vill. Tónlistin blandar saman áhrifum hvaðanæva að svo úr verður dansvæn ævintýratónlist.

Steinunn Eldflaug býr til geimtónlist undir nafninu dj. flugvél og geimskip. Geimurinn er svo óendanlega stór að hvað sem er gæti verið geimtónlist.

Í þessari smiðju gefst börnum kostur á að búa til geimtónlist með hinum ýmsu hljómborðum/hljóðgervlum, sequncerum og effectatækjum, syngja í hljóðnema með geimverurödd og prufa virkni í tölvuleik sem dj. flugvél og geimskip er að búa til þessa dagana. Þar er hægt að hafa áhrif á geimveröld með því að spila á hljómborð.
Litrík ljós gefa skemmtilega stemningu og við leikum okkur saman og skoðum hvað er auðvelt að búa til tónlist og ferðast um framandi heima með hugmyndafluginu.