Persneskt kvöld

Norræna húsið er um þessar mundir að að hefja nýtt verkefni í umsjón sýningastjórans Elham Fakouri, sem beinist að því að skapa vettvang sem stuðlar að fjölbreytileika og auðveldar fólki af ólíkum uppruna þátttöku í íslensku lista- og menningarlífi. Verkefnið samanstendur af röð viðburða og pallborðsumræðum sem munu eiga sér stað á 12 mánaða tímabili. […]

Sögustundir á sunnudögum – Danska

Nannaelvah Prem Bendtsen les á dönsku smásöguna Líf í geimnum eftir Zakiyu Ajmi sem er uppspretta nýrrar samnefndrar sýningu á barnabókasafni Norræna hússins. Nannaelvah mun einnig lesa kafla um geimveruna þekktu E.T. og eftir lestur verður föndur á staðnum fyrir alla fjölskylduna. Niovi er með MA í sagnfræði og fyrirtækja hugvísindi frá Købehavns Universitet en […]

Líf í geimnum

Geimurinn er eins og blaðra sem stöðugt er verið að blása upp. Eða það segir pabbi hennar Líf að minnsta kosti. Líf er stelpa sem býr á efstu hæð í háhýsi í borginni. Líf horfir út í geim úr stjörnusjónaukanum sínum og slæst í för með stelpu um borð í geimskip frá tímum geimkapphlaupsins mikla. […]

Internetheimur dýranna! – Fjölskyldusmiðja

Hvernig væri heimurinn ef dýr réðu öllu og fengju að nota internetið? í smiðjunni er heimurinn skoðaður út frá sjónarhorni dýra í gegnum skapandi æfingar í umsjá myndlistarmannsins Kolbeins Huga sem er með verk á yfirstandandi sýningu Norræna hússins – Jafnvel ormar snúast. Kolbeinn Hugi er myndlistar- og tónlistamaður fæddur í Reykjavík en býr nú og starfar […]

Umskipti manna og dýra í fornsögum

Utan við strendur Íslands taka augu manns eftir hval og hestur á í undarlegu samsæri við eiganda sinn. Samband manna og dýra spilar stóra rullu í fornum sögum af Íslandi og Íslendingum. Göldróttar konur umbreyta sér í dýr í Íslendingasögunum og í goðafræðinni breyta goðin sér í ýmsar skepnur til að koma sínu fram. Guðinn […]

Umskipti manna og dýra í fornsögum

Utan við strendur Íslands taka augu manns eftir hval og hestur á í undarlegu samsæri við eiganda sinn. Samband manna og dýra spilar stóra rullu í fornum sögum af Íslandi og Íslendingum. Göldróttar konur umbreyta sér í dýr í Íslendingasögunum og í goðafræðinni breyta goðin sér í ýmsar skepnur til að koma sínu fram. Guðinn […]

Listamannaspjall með Kolbeini Huga & Josefin Arnell

Miðvikudaginn 23 febrúar kl. 18 verða Kolbeinn Hugi og Josefin Arnell með listamannaspjall um verkin sín á sýningunni Even a worm will turn sem opnaði nýverið í Hvelfingu Norræna Hússins. Sýningastjórar sýningarinnar munu leiða spjallið. Verið hjartanlega velkomin.   Josefin Arnell (b. 1984, SE) has recently presented exhibitions, screenings, and performances at Van Abbemuseum, Eindhoven (2019); […]

Komdu með þitt eigið hljóðfæri! – Fjölskylduvinnustofa

Tónlistarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með tónlistarkonunni Elham Fakouri. Elham leiðir námskeiðið með aðstoð klarinetts og sýnir gestum hvernig hægt er, í gegnum leik, tónaspuna og tilraunir, að skapa sögu í gegnum tónlist. Ásláttarhljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem þurfa en þeir sem eiga eru hvattir til að taka það með sér. Námskeiðið er ókeypis! […]

Ormar snúast! – ókeypis vinnustofa

Boðið verður upp á ókeypis tveggja daga námskeið daganna 17.og 18. febrúar fyrir 6-12 ára þar sem unnið verður út frá myndlistarsýningunni Jafnvel ormar snúast, þar sem dýr eru í aðalhlutverki og samband manna og dýra skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Unnið verður með mismunandi efni og aðferðir útfrá spurningum á borð við: hvernig væri heimurinn ef dýr fengi […]

På tværs af Norden 3

På tværs af Norden 3 På tværs af Norden er þriggja binda safnritaröð sem er hluti af Lyftet, átaksverkefni norrænu menningarmálaráðherranna á sviði barna- og unglingabókmennta. Meginverkefnið felst í árvissu þverfaglegu málþingi um norrænar barna- og unglingabókmenntir samtímans sem gefur af sér þrískipt safnrit um þemu málþingsins og önnur málefni sem við eiga. Textarnir í […]

Sýningaropnun -Even a worm will turn

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinna EVEN A WORM WILL TURN í Hvelfingu Norræna hússins Laugardaginn 12 feb kl. 17-20. Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, […]

Even a worm will turn

Ný myndlistarsýning EVEN A WORM WILL TURN opnar í Hvelfingu Norræna hússins. Sýningarskrá Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars […]

Kvikmynda-fókus Norræna hússins á Þjóðhátíðardegi Sama

Bóka miða: Í ár hefur Norræna Húsið í samstarfi við International Sámi Film Institute valið kvikmyndir eftir leikstjóra frá frumbyggjaþjóðum í Sámpi og í Canada. Kvikmyndirnar verða allar sýndar í sal Norræna hússins á þjóðhátíðardegi Sama 6 febrúar. 16:00- On Solid Ground: Stuttmyndir frá Sápmi og Kanada. Stuttmyndasyrpa er valin saman af  Anne-Lajla Utsi, Sunnu Nousuniemi  […]

Hver er framtíð kvikmyndanna?

Reykjavík feminist film festival heldur samræður í Norræna Húsinu Laugardaginn 15 janúar og í panelum verður ýmist atvinnufólk úr kvikmyndaheiminum. Samtölunum verður streymst á heimasíðu Norræna Hússins og Facecbook.   1. Leikstýru panell (á ensku) -12.00  Moderator verður leikstýran Sol Berruezu.   Panelistar:  Ísold Uggadóttir Helga Rakel Rafnsdóttir Magnea B. Valdimars. Sol Berruezo Uisenma Borchu […]

Lounge Sápmi + Iceland

Lounge Sápmi er tónlistarverkefni með ungu Samísku lista og tónlistarfólki. Markmið þess er að búa til samfélag tónlistarfólks, listamanna og hlustanda og umfram allt búa til tækifæri fyrir unga samíska flytjendur. Verkefnið var sett á laggirnar árið 2019 af Anthoni Hætta, Inger Johanne Oskal og Mette Irene Hætta og er gert út frá Kautokeino í […]

Laus störf kynningar- og samskiptastjóra og verkefnastjóra

Norræna húsið auglýsir tvö störf á sviði kynningarmála og verkefnastjórnunar. Norræna húsið er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu og býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum við áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Kynningar- og […]

Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af

Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér.     Möndlur: 300g möndlur 1 ½ bolli vatn 1 bolli hvítur sykur ½ bolli púðursykur […]

PØLSE&POESI – Pólskar pylsur og ljóð

Sunnudaginn 12. desember frá 15-17 býður Norræna húsið upp á ljóðaviðburðinn PØLSE&POESI -PÓLSKAR PULSUR OG LJÓÐ. Jakub Sachowiak, Mao Alheimsdóttir og Kamila Ciolko-Borkowska lesa eigin ljóð á meðan Pylsumeistarinn býður upp á pulsur og súrar með. Upplesturinn verður á pólsku og íslensku. Kamila Ciolko-Borkowska er pólsk kona sem skrifar prósaljóð og er um þessar mundir […]

Barnabarinn – Klipping

Treystir þú krökkum? En treystirðu þeim fyrir hárinu á þér? BarnaBarinn opnar hárgreiðslustofu og býður fullorðna fólkinu upp á hársnyrtingu fyrir jólin! Hárgreiðslustofan verður staðsett í Norræna Húsinu og aðeins opin milli 17-18 föstudaginn 10.desember. Klippingin kostar ekki peninga en það eru takmörkuð pláss í boði svo pantið ykkur tíma sem fyrst! Pantið ykkur jólaklippinguna […]

Sögusamkeppni innblásin af múmínálfunum!

Börn á öllum aldri eru hvött til að taka þátt í sögusamkeppni Norræna hússins. Þátttakendur eru hvattir til að fá  innblástur frá sögum um Múmínálfana, en sýningin Lesið og skrifað með Múmínáflunum stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins. Athugið að hægt er að senda inn bæði skriflega sögu og fyrir yngri er hægt að […]

Koma jól? Upplestur Hallgrímur Helga & Rán Flygenring

Í tilefni nýrrar bókar Hallgríms Helgasonar og Ránar Flygenring – Koma jól? sem fjallar um hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, verður boðið upp á upplestur og fjölskyldusmiðju með höfundum. Öll fjölskyldan velkomin!

Baltneskt jólaföndur

Öll fjölskyldan er velkomin í jólaföndurstund í tónleikasal Norræna hússins. Hægt er að gera bæði jólaskraut og jólapappír undir handleiðslu kennara frá Lettlandi, Litháen og Íslandi. Allt efni verður á staðnum og fjölþjóðleg jólalög spiluð í bakgrunni. Öllum sóttvarnareglum verður fylgt, bil á milli borða og grímuskylda fullorðinna.

Fimmtudagurinn langi – Leiðsögn: Time Matter Remains Trouble

Velkomin á leiðsögn á Fimmtudeginum langa um sýninguna TIME MATTER REMAINS TROUBLE. Myrra Leifsdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson leiða gesti í gegnum þessa nýju sýningu og segja frá intaki og samhengi hennar og verkanna sem þar eru til sýnis. Listamenn sýningarinnar eru: Alice Creischer Anna Líndal Anna Rún Tryggvadóttir Bjarki Bragason nabbteeri Aðferðir sem manneskjur […]

Konfekt, súkkulaði og sælgæti – Bækur sem bragð er af í desember

Öll fjölskyldan er velkomin að upplifa mismunandi brögð desembermánuðar í Norræna húsinu! Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir munu sýna og segja frá, á íslensku og ”blandinavísku”, hvaða uppskriftir stuðla að ánægjulegu andrúmslofti sem auka vellíðun á meðan að vetrarmánuðunum stendur. Gestir fá tækifæri til að baka sælgæti og gera kryddað súkkulaði og kónfekt, á meðan bragðað […]

Sjálfbær samruni – Fjölbreytt sjónarhorn lífvera & plöntublinda

Sjálfbær samruni – fjölbreytt sjónarhorn lífvera og að sjá handan plöntublindu Er hugsanlegt að listin geti eflt vísindamiðlun og læknað okkur af plöntublindu? Með hvaða hætti má vinna með búsvæði, verndun og eftirlendustefnu sem listrænan efnivið? Hvernig tengjast epli og heimsendir? Viðburðurinn er sá þriðji og síðasti í viðburðaröðinni Sjálfbær samruni – samtal lista og […]

Sögustund með norrænum þýðendum

Sögustund með norrænum þýðendum Í tilefni Norrænu bókasafnavikunnar verðum við með sögustund laugardaginn 20. nóvember.  Sögustundin er í samstarfi við samtök þýðenda norrænna barna- og unglingabókmennta. Milli kl. 11 og 12 lesa þýðendur úr völdum barnabókum á norðurlandamálunum og verða sögurnar við hæfi lesenda á aldrinum 2-10 ára. Eftir sögustundina mælum við  með að gestir […]

Bara tala! – Vinnustofa // Naasuliardarpi

Í bókaklúbb ungmenna höfum við verið að lesa Naasuliardarpi eftir Nivaq Korneliussen sem vann bókmentaverðlauna Norðulandaráðs núna í ár. Við klárum að fjalla um bókina núna í síðastu vinnustofunni, Bara tala, sem fer fram 25 nóvember kl.17:00. Þótt þú sért bara rétt að byrja að lesa eða búin að klára fyrir löngu er það allt í góðu, öllum er […]

Seglar & skúlptúrar – Vinnustofa fyrir fjölskyldur

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir leiðir spennandi smiðju þar sem áherslan er á skúlptúra, segla og áttavita. Vinnustofan hefst í Hvelfingu, myndlistarrými Norræna hússins þar sem Anna veitir gestum innsýn í verk sitt á yfirstandandi sýningu TIME MATTER REMAINS TROUBLE. Vinnustofan heldur áfram á barnabókasafni Norræna hússins þar sem hún sýnir á skapandi hátt, með seglum […]

Lettneski skólinn í Reykjavík býður þér á ball!

Í nóvember árið 1918 gerðust sögulegir atburðir í sjálfstæðisbaráttu Lettlands og því ber að fagna og vilja kennarar og nemendur Lettneska skólans í Reykjavík opna dyrnar að þeim hátíðarhöldum. Á viðburðinum munu gestir fá tækifæri til þess að kynnast betur lettneskri menningu og fólki með lettneskan bakgrunn búsettum á Íslandi. Fjölbreytt dagskrá, gleði og hátíðleg […]

Blátt hraun & fleiri undur – vinnustofa

Hefur þú gengið undir jörðinni eða skíðað í loftinu? Myndlistarmaðurinn Anna Líndal segir frá sinni reynslu í skemmtilegri vinnustofu fyrir ungmenni, börn og fjölskyldur. Vinnustofan hefst hjá nýju verki hennar sem fjallar um eldgosið í Fagradalsfjalli og er á yfirstandandi myndlistar sýningu Norræna hússins sem ber heitið TIME MATTER REMAINS TROUBLE. Þar fá gestir innsýn […]

Þrír viðburðir með grænum fókus –norræn viðhorf um #ChoosingGreen

Í tilefni COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, býður Norræna húsið upp á fjölbreytta dagskrá fimmtudaginn 11. nóvember með fókus á umhverfismál og sjálfbærni. Ábyrg neysla og framleiðsla er stór áskorun á Norðurlöndunum. Hvernig getum við tamið okkur umhverfisvænni lífsstíl til að standa vörð um náttúruna og loftslagið? Dagurinn 11. nóvember hefur í vaxandi mæli […]

Sérstök sögustund – Fjölskylduhátíð

Öll fjölskyldan er velkomin á seinustu sögustund ársins! Lifandi tónlist með undirspili og jólasveinn verður á staðnum! Vinningshafar í sögusamkeppni afhend vegleg verðlaun á borð við sérstaka múmínbolla (sem að glöggir safnarar munu þekkja), múmínbækur og múmínbakpoka. Saga vinningshafa verður lesin upp af jólasveini sem afhendir einnig verðlaunin. Söngkonan Inga Birna Friðjónsdóttir syngur jólalög á […]

Ótrúleg fyrirbæri – Námskeiđ ì skapandi skrifum međ Alexander Dan

Ókeypis tveggja daga námskeið fyrir ungmenni sem hafa áhuga á því ótrúlega og óútskýranlega í fortíð, nútíð og framtíð. Sérfræðingur í furðusögum, rithöfundurinn Alexander Dan, leiðir námskeiðið. Á námskeiðinu verða skoðaðar spurningar á borð við: Hvað er furðusaga? Hver er munurinn á fantasíu og vísindaskáldsögu? Hvernig sköpum við veröld sem er ekki til?    Gerðar verða mismunandi […]

Sögustund á sunnudegi Norska & Íslenska

Mynd: Saga Sig

11:00-11:30 norska 14:00-14:30 íslenska Öll fjölskyldan er velkomin á norsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Teiknarinn og myndhöfundurinn Rán Flygenring les sögu úr einum af múmínálfabókunum á norsku kl. 11:00. Á seinni sögustund klukkan 14:00 les hún á íslensku úr bókinni: Drottningin sem kunni allt, sem var að koma út […]

Sjálfbær samruni – frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning

  Annar viðburður af þremur í viðburðaröðinni Sjálfbær samruni, samtal lista og vísinda um sjálfbærni, verður haldinn í Norræna húsinu þann 11. nóvember næstkomandi. Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur að viðburðaröðinni í samstarfi við Norræna húsið og er markmiðið að efla samtal milli lista og vísinda og varpa ljósi á mikilvægi skapandi greina […]

HVERS VEGNA PLAST? – Heimildamynd | SEEDS

Plast er byltingarkennt efni. Það er endingargott, ódýrt, til margvíslegra nota – og það hefur þrýst hnetti okkar að mörkum einnar verstu umhverfisógnar nútímans. HVERS VEGNA PLAST? er niðurstaða greiningarvinnu sett fram í röð þriggja heimildamynda, sem mun fletta ofan af goðsögnum og röngum upplýsingum um plast og endurvinnslu þess og líta nánar á hvað […]

Er séns að vera umhverfisvæn á Degi einhleypra og aðra daga?

  Velkomin öll á hádegisverðarfund um umhverfisvænni lífsstíl. Rædd verða helstu tækifæri og áskoranir hvað varðar að vera grænni og vænni dags daglega. Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Dagur einhleypra (Singles’ Day) af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Í tilefni […]