Lounge Sápmi + Iceland

08.01.2022 - 08.01.2022 Aflýst

Aðgangur ókeypis

Lounge Sápmi er tónlistarverkefni með ungu Samísku lista og tónlistarfólki. Markmið þess er að búa til samfélag tónlistarfólks, listamanna og hlustanda og umfram allt búa til tækifæri fyrir unga samíska flytjendur. Verkefnið var sett á laggirnar árið 2019 af Anthoni Hætta, Inger Johanne Oskal og Mette Irene Hætta og er gert út frá Kautokeino í Noregi.

Lounge Sápmi fékk styrk frá Listaráði Noregs (Kulturrådet) fyrir tvíþættu tónlistarverkefni sem þau kalla „Lounge Sápmi + Iceland“ þar sem 5 listamenn frá Lounge Sápmi vinna með 5 íslenskum listamönnum frá tónlistarsamsteypunni Post-dreifing. Á tveggja vikna tímabili munu hóparnir skapa tónlist saman sem verður að endingu flutt bæði í Sápmi/Noregi og Íslandi.

Fyrsti hluti verkefnis fer fram í Norræna húsinu og verður útkoma ferlisins flutt á tónleikum laugardaginn 8 janúar kl. 20 í sal hússins. Tónleikunum verður einnig streymt.

Þáttakendur frá Sámpi eru:

Anthoni Hætta
Inger Johanne Oskal
Elina Ijäs
Saara Hermansson
Esben T. Andersen

Þáttakendur fá Íslandi eru:

Aron Bjarklind
Katrín Helga Ólafsdóttir
Diego Leandro Manatrizio
Ida Nielsen Juhl
Bjarni Daníel Þorvaldsson

________

Þú getur fyglt Lounge Sápmi hér:
https://www.instagram.com/loungesapmi/
https://www.facebook.com/loungesapmi

________

Verkefnið er styrkt af Kulturrådet í Noregi og er samstarfsverkefni milli Lounge Sápmi og Norræna hússins.