Er séns að vera umhverfisvæn á Degi einhleypra og aðra daga?


12:00
Salur

 

Velkomin öll á hádegisverðarfund um umhverfisvænni lífsstíl. Rædd verða helstu tækifæri og áskoranir hvað varðar að vera grænni og vænni dags daglega.

Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Dagur einhleypra (Singles’ Day) af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Í tilefni dagsins og COP26 (loftslagsráðstefnu SÞ) er hér tækifæri til að vega og meta hvernig hægt er að skapa sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.

Í pallborði verða aðilar sem tengjast lausnum sem geta ýtt undir sjálfbærari lífsstíl. Um leið verður varpað ljósi á þátttöku ungmenna í COP26, ungmenni verða með í beinni frá Glasgow og í norrænni hliðarhöfn COP26 í Helsinki.

Viðburðurinn fer fram í sal Norræna hússins og streymi hér efst á síðunni. Aðgangur ókeypis og léttur hádegisverður frá SONO er innifalinn. Húsið opnar kl. 11.45.

Í pallborði:

  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, upphafskona Dags einhleypra á Íslandi og ein af stofnendum og eigendum Extraloppunnar
  • Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Meniga
  • Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og eigandi Verandi og Vakandi
  • Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu
  • Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík

Þátttakendur á COP26 í Glasgow og Helsinki:

  • Aðalbjörg Egilsdóttir, nemi í umhverfis- og auðlindafræði og félagi í Ungum umhverfissinnum
  • Aldís Mjöll Geirsdóttir, fráfarandi formaður Norðurlandaráðs ungmenna
  • Finnur Ricart Andrason, fulltrúi ungmenna gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála
  • Sigrún Perla Gísladóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna
  • Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna

Fundarstjóri: Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021

Á þessum degi höldum við tvo aðra viðburði með grænum fókus sem byrja kl. 16 (Sjálfbær samruni) og 18.30 (heimildarmyndin Endurvinnslugoðsögnin). Kynntu þér dagskrána hér.

Hér finnur þú viðburðinn á Facebook.

Mynd viðburðarins er eftir Rán Flygenring.