Mynd: Saga Sig

Sögustund á sunnudegi Norska & Íslenska


11:00 & 14:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

11:00-11:30 norska
14:00-14:30 íslenska

Öll fjölskyldan er velkomin á norsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Teiknarinn og myndhöfundurinn Rán Flygenring les sögu úr einum af múmínálfabókunum á norsku kl. 11:00. Á seinni sögustund klukkan 14:00 les hún á íslensku úr bókinni: Drottningin sem kunni allt, sem var að koma út og hún gerði í samstarfi við Gunnar Helgason. Að upplestri loknum eru gestir hvattir til að leysa ýmis konar skemmtilegar teikniþrautir á teikniblöðum sem Rán hefur sérútbúið og mun Rán hjálpa áhugasömum gestum af stað með með þrautirnar.
Gestir eru hvattir til þess að nýta sér aðstöðu safnsins, og skoða múmínálfasýninguna Lesið og skrifað með múmínálfunum -en kennsluefni á sænsku, íslensku og ensku er á staðnum fyrir áhugasama.

Einn fremur eru ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt í sögusamkeppni og skilja eftir stutta sögu eða mynd sem fer í samkeppni. Á Sérstakri sögustund þann 5. desember er verðlaunahafi kynntur á hátíðarviðburði og hlýtur vegleg múmín verðlaun

Sögumaður er Rán Flygenring
Rán Flygenring er af norskum og íslenskum uppruna, fæddist í Osló og ólst upp í Reykjavík. Rán starfar sem sjálfstætt starfandi teiknari og myndhöfundur, stundum í vesturbæ Reykjavíkur og stundum á flakki um heiminn. Rán hefur gefið út hátt í annan tug bóka á Íslandi og í Þýskalandi, bæði ein og í samstarfi við aðra höfunda og bækur hennar og samstarfsfólks verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hefur einnig látið til sín taka á sviði snarteikninga á ráðstefnum og fundarhöldum sem og notkun myndrænnar greiningar í stefnumótun og jafnréttismálum. Þá hefur hún málað bæði fjallgöng og veggmyndir, teiknað frímerki og bjórdósir, stofnað lundahótel, teiknað borgarlausnir og leikstýrt myndböndum. Rán hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.