Baltneskt jólaföndur


13:00-15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin í jólaföndurstund í tónleikasal Norræna hússins.
Hægt er að gera bæði jólaskraut og jólapappír undir handleiðslu kennara frá Lettlandi, Litháen og Íslandi. Allt efni verður á staðnum og fjölþjóðleg jólalög spiluð í bakgrunni.

Öllum sóttvarnareglum verður fylgt, bil á milli borða og grímuskylda fullorðinna.