Sögusamkeppni innblásin af múmínálfunum!

Börn á öllum aldri eru hvött til að taka þátt í sögusamkeppni Norræna hússins. Þátttakendur eru hvattir til að fá  innblástur frá sögum um Múmínálfana, en sýningin Lesið og skrifað með Múmínáflunum stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins.

Athugið að hægt er að senda inn bæði skriflega sögu og fyrir yngri er hægt að senda inn teikningu og verða tvískipt fyrstu verðlaun. Meðal verðlauna eru múmínbollar, bækur og bakpoki.

Þátttakendur eru hvattir til að skrifa nafn og símanúmer og/eða email með skýrum stöfum og afhenda í afgreiðslu bókasafns. Þeir sem komast ekki á næstu dögum geta sent til hrafnhildur@nordichouse.is   bæði myndir og sögur.

Seinasti skiladagur er 3. desember en verðlaunaafhending fer fram þann 5. desember á Sérstakri sögustund sem fer fram í tónleikasal Norræna hússins.