Bara tala! – Vinnustofa // Naasuliardarpi


17.00-19.00
Aino Aalto
Aðgangur ókeypis

Í bókaklúbb ungmenna höfum við verið að lesa Naasuliardarpi eftir Nivaq Korneliussen sem vann bókmentaverðlauna Norðulandaráðs núna í ár. Við klárum að fjalla um bókina núna í síðastu vinnustofunni, Bara tala, sem fer fram 25 nóvember kl.17:00.

Þótt þú sért bara rétt að byrja að lesa eða búin að klára fyrir löngu er það allt í góðu, öllum er velkomið að taka þátt. Við munum skiptasta á skoðunum og upplifun okkar á bókinni og verður í boði að gera það á myndrænan máta fyrir þá sem vilja. Við hvetjum þá sem mæta til að velja stutt brot úr bókinni sem vatki áhuga ykkar til að deila með hópnum.

Vinnustofan fer fram í Aino, einu af fundarherbergjum Norræna hússins og er markmiðið að búa til opið og vinalegt andrúmsloft þar sem öllum er frjálst að túlka á sinn máta. Kökur, kaffi og léttar veitingar verða í boði.

Skráning í vinnustofuna fer fram hjá emma@nordichouse.is. Senda þarf nafn og aldur.

Hlökkum til að sjá ykkur.