Komdu með þitt eigið hljóðfæri! – Fjölskylduvinnustofa


13.00-15.00
Salur
Aðgangur ókeypis

Tónlistarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með tónlistarkonunni Elham Fakouri. Elham leiðir námskeiðið með aðstoð klarinetts og sýnir gestum hvernig hægt er, í gegnum leik, tónaspuna og tilraunir, að skapa sögu í gegnum tónlist. Ásláttarhljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem þurfa en þeir sem eiga eru hvattir til að taka það með sér. Námskeiðið er ókeypis!

Hin íranska Elham Fakouri hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin tvö ár, en hún lauk Meistaranámi í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í vor, með áherslu á „New Audience and innovative practice“. Í undanfara þess lauk hún BA prófi í listinni að leika á tréblásturshljóðfærið persneska Ney árið 2016. Hún hefur tekið þátt í verkefnum og samstarfi við listamenn bæði hérlendis og í heimalandi sínu og starfar nú við sýningarstjórnun í Norræna húsinu.

Skráning hjá: hrafnhildur@nordichouse.is