Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af

Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér.

 

 

Möndlur:

300g möndlur

1 ½ bolli vatn

1 bolli hvítur sykur

½ bolli púðursykur

1 msk kanill

1 msk kakóduft

½ tsk múskat

½ tsk negull

½ tsk chilli

1 tsk salt

½ tsk engifer

½ tsk kardimommur

appelsínubörkur

Setja allt þurrefnið á þurra pönnu og hræra. Bæta vatni og setja á miðlungshita. Þegar vatnið sýður setjið möndlur í. Hræra jafnt og þétt þar til kristallast, 10-15mín. Dreifa úr og láta kólna.
Súkkulaði plötur:

350 g suðusúkkulaði 45%

1 tsk ristuð anísfræ

1 msk gróft salt

½ tsk negull

2-3 msk kakónibbur

½ tsk chilli

Ferkst timian

 

2.

350 g hvítt súkkulaði

1 msk salt

1 msk ristuð nigellafræ

1 msk paprikuflögur

2 msk mulinn bismark brjóstsykur

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Ristið fræin. Þegar súkkulaðið er bráðnað dreifið jafnt með sleikju á bökunarpappír. Dreifið fyrst salti ofan á og svo restinni. Látið í kæli og brjótið í bita þegar búið er að harðna.
Heimagert marsipan:

1 ½ bolli möndlumjöl

1 ½ bolli flórsykur

1 tsk möndludropar

2 tsk rósavatn

1-3 msk aqua faba (kjúklingabaunavökvi)

Mylja heilar möndlur í mjöl blender eða matvinnsluvél þar til verður að dufti. Bæta flórsykrinum, möndludropum, rósavatni og hræra saman. Bæta smátt og smátt við aqua faba þar til deigið límist saman. Á að vera rakt en ekki blautt. Hnoðið því saman í pulsu og plastið vel. Geymið í kæliskáp þar til á að nota.
Glögg:

500 ml ferskur epladjús

500 ml sterkt hibiscus te (eða berjasafi/saft)

100 g sykur

1 tsk heill negull

2 kanilstangir

5 kardimommufræ

5 allspicefræ

20 g hibiscus

20 g mandarínubörkur

1 dl mandarínusafi

Möndluflögur & rúsínur eftir smekk

Kreistið allan safa og setjið í stórann pott. Bætið öllu kryddi í grisju/poka og bindið vel fyrir og bætið út í ásamt restinni nema möndluflögum og rúsínum.

Hitið upp á miðlungshita og látið standa í dágóðan tíma með lok á án þess að sjóði. Því lengur því meira bragð. Hér geta þeir sem vilja bætt við rauðvíni eða góðu rommi, sherry eða portvíni.

 

Hellið í glögg glös og bætið smá möndluflögum og rúsínum.