Barnabarinn – Klipping


17:00
Salur

Treystir þú krökkum? En treystirðu þeim fyrir hárinu á þér?

BarnaBarinn opnar hárgreiðslustofu og býður fullorðna fólkinu upp á hársnyrtingu fyrir jólin!

Hárgreiðslustofan verður staðsett í Norræna Húsinu og aðeins opin milli 17-18 föstudaginn 10.desember. Klippingin kostar ekki peninga en það eru takmörkuð pláss í boði svo pantið ykkur tíma sem fyrst!

Pantið ykkur jólaklippinguna í síma 697-6937 eða með því að senda póst á krakkaveldi@gmail.com

Barnabarinn er nýjasta verkefni Krakkaveldis, sem eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. BarnaBarinn er sviðslistaverkefni styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Nordisk Kultur Fund.