PØLSE&POESI – Pólskar pylsur og ljóð


15.00 - 17.00

Sunnudaginn 12. desember frá 15-17 býður Norræna húsið upp á ljóðaviðburðinn PØLSE&POESI -PÓLSKAR PULSUR OG LJÓÐ.

Jakub Sachowiak, Mao Alheimsdóttir og Kamila Ciolko-Borkowska lesa eigin ljóð á meðan Pylsumeistarinn býður upp á pulsur og súrar með.

Upplesturinn verður á pólsku og íslensku.

Kamila Ciolko-Borkowska er pólsk kona sem skrifar prósaljóð og er um þessar mundir að reyna að skilja íslensku. Hún hefur gefið út ljóðabókina Wszystko już było (Allt hefur nú þegar orðið) og skáldsöguna Przezwykłe przygodny nieboszczki Marysi (Hefðbundin ævintýri Marysia). Verk hennar hafa verið gefin út í safnritum, tímaritum og internetinu og heldur Kamila einnig úti útvarpsþætti um skrif hjá Bookradio. 

Mao Alheimsdóttir, pólsk að uppruna, búsett á Íslandi síðan 2006.

MA í ritlist við Háskóla Íslands 2020; Ritgerð Mín litla Mongólía Tímarit Máls og Menningar I hefti 2021; Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 fyrir skáldsögu Veðurfregnir og jarðarfarir; Útvarpsþættir Að fjallabaki. Ríkisútvarpið 2021; Gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

Jakub Stachowiak bio

Ég er Pólverji fæddur árið 1991 og hef búið á Íslandi síðan 2016. Ég er bréfberi, ritlistarnemi og skáld. Fyrir mína fyrstu ljóðabók fékk ég Nýræktarstryrk í ár, en hún heitir „Næturborgir“ og kom út í nóvember hjá útgáfuhúsi Sæmundur. Enn fremur birti ég ljóð í ljóðasafni Pólífónía sem geymir ljóð eftir erlend skáld í Reykjavík og í ýmsum tímaritum, meðal annars í Skandala og Tímariti Máls og Menningar.