Sjálfbær samruni – Fjölbreytt sjónarhorn lífvera & plöntublinda
16.00 - 18.00
Sjálfbær samruni – fjölbreytt sjónarhorn lífvera og að sjá handan plöntublindu
Er hugsanlegt að listin geti eflt vísindamiðlun og læknað okkur af plöntublindu?
Með hvaða hætti má vinna með búsvæði, verndun og eftirlendustefnu sem listrænan efnivið? Hvernig tengjast epli og heimsendir?
Menning og listir eru drífandi afl í stórum samfélagslegum breytingum og sinna mikilvægu hlutverki á umbrotatímum. Nauðsynlegt er að virkja skapandi hugsun og efla samstarf milli lista og vísinda til að takast á við yfirvofandi áskoranir eins og loftslagsvá, tap á líffræðilegri fjölbreytni og ójöfnuð. Markmiðið með viðburðaröðinni er að efla þetta samtal, veita innblástur og vekja athygli á hlutverki skapandi greina í vegferðinni að sjálfbærara samfélagi. Í viðburðaröðinni kemur fólk úr ýmsum skapandi greinum svo sem myndlist, tónlist, sviðslistum og ritlist saman og ræðir við fólk úr vísinda- og fræðasamfélaginu um sjálfbærni frá ýmsum sjónarhornum.
Dagskrá
“Thougths about apples and the end of the world”
Karl Ágúst Þorbergsson – sviðslistamaður, lektor og fagstjóri við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands
“Debatable land: Dialogues from shared lands”
Snæbjörnsdóttir/Wilson – Listrænt tvíeyki
“Beyond plant blindness”
Dawn Sanders – aðstoðarprófessor við mennntavísindasvið Gautaborgarháskóla
Tónlistaratriði – Sóley Stefánsdóttir
Spurningar og svör