Internetheimur dýranna! – Fjölskyldusmiðja


13:00-15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Hvernig væri heimurinn ef dýr réðu öllu og fengju að nota internetið? í smiðjunni er heimurinn skoðaður út frá sjónarhorni dýra í gegnum skapandi æfingar í umsjá myndlistarmannsins Kolbeins Huga sem er með verk á yfirstandandi sýningu Norræna hússins – Jafnvel ormar snúast.

Kolbeinn Hugi er myndlistar- og tónlistamaður fæddur í Reykjavík en býr nú og starfar Í Berlín. Hann útskrifaðist með BA gráðu af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2004.  Árið 2014 lauk hann námi og vinnustofudvöl í  Skowhegan School of Painting and Sculpture í New York, Maine.  Verk Kolbeins hafa verið sýnd víða, bæði í einkasýningum og hópsýningum, og má þar nefna MoMA PS1, Nýlistarsafnið og Listasafn Reykjavíkur og má finna verk hans í safneign Listasafns Íslands og Nýlistarsafnsins. Kolbeinn er reyndur kennari í skapandi greinum og hefur leitt mismunandi vinnustofur og námskeið frá árinu 2008 fyrir hátíðir á borð við Lunga og List fyrir alla, en hann hefur einnig kennt kúrsa bæði hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla íslands.