Keramíkkrásir á AALTO Bistro

Keramíkkrásir á AALTO Bistro Á meðan HönnunarMars stendur yfir gefst fólki færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur á AALTO Bistro, mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra félagsmenn Leirlistafélagsins. Félagsmenn sem eiga verk á viðburðinum eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, […]

Connecting Iceland- ART TALK

Connecting Iceland- ART TALK Listamanna hópurinn Swedish material makers sýnir í anddyri Norræna hússins 9.- 13. mars.  Þann 11. mars kl 19:00 er hópurinn með ART TALK, fjórar stuttar kynningar á listhandverki á hverju sviði fyrir sig; gleri, keramik, textíl og skarti. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Frítt inn. Swedish material […]

15:15 Portrett af Úlfari Inga Haraldssyni með Brian Ferneyhough

Kaupa miða Portrett af Úlfari Inga Haraldssyni með Brian Ferneyhough Tónleikar í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 13. mars kl. 15.15. Caput-hópurinn flytur 7 verk eftir Úlfar Inga, frá ýmsum skeiðum í lífi tónskáldsins, auk þess sem Kolbeinn Bjarnason flytur Mnemosyne, bassaflautuverk Brian Ferneyhough, lærimeistara Úlfars. Tónleikarnir eru liður í hinni vinsælu portrettröð Caput […]

Norsk sögustund.

Norsk sögustund Norsk sögustund laugardaginn 5. mars kl. 13:00 í bókasafni Norræna hússins.  Við syngjum, lesum og leikum okkur saman á norsku. Matja Steen leiðir sögustundina. Næstu sögustundir verða 2. apríl og 7. maí.

Finnsk sögustund.

Finnsk sögustund fyrir börn sunnudaginn 6. mars 2016 kl. 12.00 í Barnahelli Norræna hússins.  Finnskar sögustundir eru fyrsta sunnudag í hverjum mánuði á veturna. Allir velkomnir og heitt í könnunni!

The Weather Diaries

The Weather Diaries The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) voru til sýnis í Norræna húsinu frá 19. mars til 3. júlí, 2016.  Sýningin er unnin af listakonunum Sarah Cooper & Nina Gorfer, og sýnir áhrif náttúru og veðurfars á listsköpun.  Sýningin samanstendur af  ljósmyndum og innsetningum sem unnar eru í nánu samstarfi við tólf hönnuði og listamenn […]

Stöðan í stjórnarskrármálinu- Streymi

Borgarafundur um stöðuna í stjórnarskrármálinu Dögun stjórnmálasamtök og Stjórnarskrárfélagið halda fund í Norræna húsinu 7. mars 2016, kl. 20:00-22:00. Streymt verður frá viðburðinum hér: Fundarefnið eru drög stjórnarskrárnefndar sem birt voru 19. febrúar s.l.. Málefnið er mjög mikilvægt og upplýst umræða sjaldan mikilvægari. Almenningur verður að fá greinargóðar upplýsingar til að geta tekið afstöðu í […]

Stefan Bojsten- Píanó tónleikar

Stefan Bojsten Pianó tónleikar í Sal Norræna hússins. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir.   Stefan Bojsten  hefur um langt skeið verið ástsæll píanóleikari í heimalandi sínu og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.  Hann hefur gert víðreist bæði sem einleikari og meðleikari með fjölmörgum symfóníuhljómsveitum og komið fram um allan heim. Stefan Bojsten […]

Søren Kierkegaard ákærður

Søren Kierkegaard  ákærður Þann 17. mars kl.16-17 verður fyrirlestur um verk  Søren Kierkegaard í Norræna húsinu. Viðburðurinn fer fram á dönsku, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Í þessum fyrirlestri ætlar Lone Koldtoft að kanna miðlæga glæp í lífi og verkum Kierkegaard með sérstaka  áherslu á verkið „Forførerens Dagbog“ fra „Enten-Eller“. Lone Koldtoft er lektor í dönsku […]

Connecting Iceland!

Connecting Iceland! Listamanna hópurinn Swedish material makers sýnir  í anddyri Norræna hússins 9.- 13. mars.  Opnunin verður  9. mars kl. 19:30 og er hluti af HönnunarMars 2016. Dagskrá: 19:30 Gunn Hernes býður listamenn velkomna fyrir hönd Norræna hússins. 19:35: Sænski Sendiherrann segir nokkur orð. Léttar veitingar Kynningar Þann 11. mars kl 19:00 er hópurinn með fjórar stuttar kynningar […]

Námskynning í Norræna húsinu

Námskynning í Norræna húsinu Dreymir þig um nám í Danmörku? Þá býðst nú frábært tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem í boði eru. Þann 5. mars frá kl. 12-16 bjóðum við þér að hitta 8 danskar menntastofnanir, sem samanlagt bjóða upp á fjölbreytta námsmöguleika – kannski draumanámið þitt! Fulltrúar frá Aarhus Universitet, Aalborg Universitet, […]

Master Class; Enginn hittir einhvern

Skrá mig Master Class 12. mars. Danska verðlaunaverkið Enginn hittir einhvern eftir Peter Asmussen verður opnunarsýning í nýju leikrými Norræna Hússins þann 11. mars n.k. Af þessu tilefni bjóða Norræna Húsið og Annað Svið uppá Master Class þann 12.mars, þar sem listamönnum og almenningi er boðið til fundar við verk Peters Asmussens og það sviðslistafólk sem að að […]

Viltu vinna í Norræna húsinu í Færeyjum?

Nordens Hus på Færøerne søger medarbejder til administrationen og receptionen Vi tilbyder Et spændende job med gode muligheder for faglig og personlig udvikling i et godt og levende kulturelt arbejdsmiljø. Arbejdsopgaver Du kommer særlig til at arbejde med opgørelser af husets arrangementer, får ansvar for kasseafregninger og lignende. Udover dette er der tale om deltagelse […]

Richard Wagnerfélagið

Richard Wagnerfélagið á Íslandi heldur aðalfund sinn í húsinu 27. febrúar kl. 13. Að loknum fundinum, eða kl. 14 mun Magnús Lyngdal Magnússon halda erindi um óperuna Parsifal. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Magnús mun fjalla um óperuna út frá hljóðritunarsögu hennar og velta upp spurningum um hvort túlkun verksins hafi breyst frá því að hún […]

15:15 Tónar tvíblöðungar

 Miðasala Tónar tvíblöðunga Tónar tvíblöðungar er yfirskrift spennandi tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag 28. febrúar kl. 15:15. Tvíblöðunga er ekki skordýrategund eins og margir gætu haldið heldur samheiti yfir óbó- og fagottleikara sem leika á tvöföld reyrblöð. Það eru tvíblöðunga blásaraoktettsins Hnúkaþeys, þau Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir óbóleikarar og Kristín […]

Námskeið í skipulagningu viðburða; Masterclass

 Námskeið í skipulagningu viðburða; Festival Management The Festival Management Masterclass er skapað til að upplýsa og hvetja alla sem taka þátt í skipulagningu hátíða og viðburða. Námskeiðið er einstaklega hagnýt , fullt af hugmyndum og trixum sem þátttakendur geta strax hrint í framkvæmd.  The Masterclass hefur rekið með góðum árangri í 20 löndum um allan […]

Nútíma þrælahald: trafficking

Nútíma þrælahald; trafficking Line Barfod, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Enhedslisten á danska Þjóðþinginu heldur erindi um mansal, þrælahald nútímans, í Norræna húsinu á föstudaginn klukkan 17.00. Fyrirlesturinn mun fara fram á dönsku. Opnað verður fyrir spurningar að loknu erindi Line og þær má bera fram á dönsku, ensku eða íslensku. Line hefur unnið mikið starf í […]

Do Re Mi- Tónleikar

Tónleikar lengra kominna nemenda verða í Norræna húsinu þriðjudaginn 23. febrúar kl. 18:00. Leikin verða verk eftir Arutiunian, Bach, Beethoven, Eric Clapton, Chopin, Glazonov, Grieg, Machadom Monti, Mozart, Saint-Seans, Schostakovits, Schubert, Tolou. Frábært tækifæri fyrir yngri nemendur að koma að hlusta á þá eldri leika í fallegum sal með góðum hljómburði. Aðgangur ókeypis og allir […]

Sænsk sögustund 21. febrúar

Sænsk sögustund Sunnudaginn  kl. 14 verður sögustund fyrir sænskumælandi börn frá 5-10 ára.  Yngri börn eru líka velkomin með systkinum sínum og foreldrum.  Þemað er að þessu sinni er galdranornir.  Malin Barkelind leiðir sögustundina og bókasafnið býður djús og kaffi. Sænskar sögustundir fram á vor: 24. febrúar, 20. mars og 24. apríl

Að eiga heimili í ókunnugu landi

Seeking Home in a Strange Land: True stories of the changing meaning of home Hvað og hvar er heima? Hver er reynsla fólks, sem flutt hefur búferlum heimshorna á milli, af heima? Þetta eru vissulega áleitnar spurningar ekki síst í ljósi yfirstandandi óreiðu sem nú ríkir vegna gífurlegs umfangs fólksflutninga, sem reyna til hins ítrasta […]

Lestrarátak – Barátta gegn treglæsi

Alþjóðlegt Lionsverkefni: Lestrarátak – Barátta gegn treglæsi Börn í áhættu: Lestrarvandi Málþing Lions 2016 í Norræna húsinu fimmtudaginn 18. febrúar kl. 16:30-18:30 Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis- viðburðurinn fer fram á íslensku. Dagskrá Setning: Guðmundur Helgi Gunnarsson fjölumdæmisstjóri Lions. Opnun: Sólveig Ebba Ólafsdóttir fv. formaður IBBY á Íslandi . Lestrarátak Lions: Hrund Hjaltadóttir lestrarátaksstjóri Lions. […]

Að binda loft og losa minna

Að binda loft og losa minna Málstofa um loftslagsmarkmið fyrirtækja – fjögur stutt erindi og umræður. Málstofan er hluti af hagnýtri fræðsludagskrá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð ásamt Reykjavíkurborg til handa fyrirtækjum um loftslagsmál. Markmið málþingsins er að sérfræðingar ræði loftslagsmál og deili hagnýtri þekkingu á þessu sviði. Tími: 22. febrúar Kl. 8.30 – 10.00 […]

Cornelis och En Bellman -Tónleikar

Kaupa miða Tónleikar með Spottunum Hljómsveitin Spottarnir halda tónleikana Cornelis och En Bellman í Norræna húsinu 26. febrúar kl. 20:00. Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins. Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún […]

Fundur um samfélagsbanka- streymi

Fundur um samfélagsbanka laugardaginn 13. febrúar kl 14:00. Stjórnmálasamtökin Dögun  halda fund um samfélagsbanka í Norræna Húsinu kl. 14:00 þann 13. febrúar. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Ókeypis aðgangur.   Frummælendur: Ellen Brown Wolfram Morales Helga Þórðardóttir formaður Dögunar Að loknum framsögum gefst fundargestum kostur á að spyrja frummælendur spurninga og fræðast um […]

Höfundakvöld; Åsne Seierstad – streymi

Höfundakvöld með Åsne Seierstad Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Að þessu sinni er gestur höfundakvöldsins blaðamaðurinn og rithöfundurinn Åsne Seierstad. Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sigurður Ólafsson verkefnastjóri bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið […]

EES-samningurinn og skuldbindingar Íslands

EES-samningurinn og skuldbindingar Íslands Mánudaginn 8. febrúar kl. 12:00-13:00 í Norræna húsinu. Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi. Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Samskipti Íslands við Evrópu grundvallast á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið – EES-samningnum – en hann veitir Íslendingum m.a. tækifæri á að sækja sér […]

Norsk sögustund

Norsk sögustund Norsk sögustund laugardaginn 6. febrúar kl. 13:00, í bókasafni Norræna hússins.  Við syngjum, lesum og leikum okkur saman á norsku.  Öll börn sem skilja norsku eru velkomin.  Matja Steen leiðir sögustundina.  Næstu sögustundir verða 5. mars, 2. apríl og 7. maí. Minnum á bókamarkaðinn sem er í Norræna húsinu til sunnudagsins 7. febrúar.  […]

Norsk sögustund

 Norsk sögustund Norsk sögustund laugardaginn 6. febrúar kl. 13:00, í bókasafni Norræna hússins.  Við syngjum, lesum og leikum okkur saman á norsku.  Öll börn sem skilja norsku eru velkomin.  Matja Steen leiðir sögustundina.  Næstu sögustundir verða 5. mars, 2. apríl og 7. maí. Minnum á bókamarkaðinn sem er í Norræna húsinu til sunnudagsins 7. febrúar.  […]

Finnsk sögustund

Finnsk sögustund sunnudaginn 7. febrúar 2016 klukkan 12.00. Finnsk sögustund er fyrsta sunnudaginn í hverjum mánuði. Hittumst kát og hress! – Jaana Pitkänen  Línu langsokks sýningin er opin þar til 28. febrúar.

VÄRTTINÄ – finnsk þjóðlagatónlist

Kaupa miða  VÄRTTINÄ finnsk þjóðlagatónlist eins og hún gerist best í Norræna húsinu 29. febrúar kl 19:30. VÄRTTINÄ hefur síðan 1983 verið sendiherra finnskrar þjóðlagatónlistar um allan heim. Hljómsveitin hóf göngu sína í þorpinu Rääkkylä í norður Karelia í austurhluta Finnlands og hefur síðan þá gengið í endurnýjun lífdaga sem gerir hljómsveitina sívinsæla og  ódauðlega. […]

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum Í Norræna húsinu þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00. Viðburðurinn fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis. Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum […]

Tónlist með Alan Courtis – Fyrirlestur

Tónlist með Alan Courtis- Fyrirlestur í Norræna húsinu 4. Febrúar kl 12:00 Alan Courtis tónlistamaður og kennari kemur hingað til lands og deilir með okkur því gefandi starfi sem hann hefur verið að vinna síðast liðin tuttugu ár á sviði tónlistar. Sérsvið hans er tónlist með og fyrir fatlað fólk. Viðburðurinn fer fram á ensku, ókeypis […]

Enginn hittir einhvern- Leiksýning

Kaupa miða Enginn hittir einhvern er opnunarsýning í nýju leikrými Norræna Hússins/Black Box. Höfundur verksins er hinn beitti penni Peter Asmussen sem meðal annars skrifaði handritið af kvikmyndinni Breaking the Waves  með Lars von Trier. Þetta er í fyrsta sinn sem leikverk eftir hann er sýnt hérlendis. Asmussen vann hin virtu dönsku Reumert verðlaunin sem […]

Fangelsisvist: Betrun eða niðurrif? – Streymi

Knut Storberget, þingmaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, verður frummælandi á málfundi Samfylkingar og Pírata, um betrunarmál, föstudaginn 29. janúar, kl. 13-15 í Norræna húsinu. Streymt verður frá fundinum hér á vefnum. Fundurinn fer fram á ensku og íslensku. Norsk stjórnvöld fóru í gagngera endurskoðun á fangelsiskerfi sínu á árunum 2007-2008, í dómsmálaráðherratíð Knut […]

Sænsk sögustund- NÝTT

Nýtt í sænskri sögustund Sú breyting hefur verið gerð á sænskri sögustund að nú er hún nú aðallega ætluð börnum á aldrinum 5-10 ára. Í næstu sögustund verður þemað prakkarastrik. Verið velkomin í sænska sögustund í Norræna húsinu sunnudaginn 24. janúar kl. 14. Bókasafnið býður djús og kaffi. Sænskar sögustundir fram á vorið 2016 verða […]

Höfundakvöld: Gaute Heivoll

Gaute Heivoll

Höfundakvöld með Gaute Heivoll í Norræna húsinu þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19:30. Sigurður Ólafsson verkefnastjóri bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Norræna húsið streymir frá viðburðinum hér: Gaute Heivoll (1978) er norskur rithöfundur sem gaf út sína fyrstu bók árið 2002. Heivoll skrifar jafnt skáldsögur, ljóð, smásögur og […]

Norrænn bókamarkaður

Norrænn bókamarkaður í bókasafni Norræna hússins 30. janúar til 7. febrúar 2016. Opið frá kl. 13-17 laug. 30. jan., kl. 12-17 sunnudaginn 31. jan. og kl. 11-17 frá 1.-5. feb. 2016. Forvitnilegar og spennandi bækur á Norðurlandamálum, nýlegar og eldri, fyrir börn og fullorðna, skáldsögur, barnabækur og fræðibækur. Sérstaklega er mikið af nýjum og eldri […]

Norsk sögustund fyrir börn

Norsk sögustund laugardaginn 16. janúar kl. 14. Við hefjum nýja árið í norskri sögustund fyrir börn með nýjum ævintýrum, söngvum og leikjum þegar við hittumst laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Barnahelli Norræna hússins.  Öll börn sem skilja norsku eru velkomin.  Matja Steen leiðir sögustund. Norsk sögustund er einnig á laugardögum kl. 14, þann 6. […]

Dönsk sögustund.

Dönsk sögustund sunnudag 17. janúar kl. 14-15 Boðið er til danskrar sögustundar fyrir dönskumælandi börn ca. 2-7 ára og foreldra þeirra í Barnahelli í bókasafni Norræna hússins.  Við lesum saman, tölum og syngjum. Einnig horfum við á stuttmynd fyrir börn meðan við fáum okkur saft og kex.  Susanne Elgum stýrir sögustundinni.  Danskar sögustundir fram á […]

Málþing- Emergency Management in Iceland and Sweden

Emergency Management in Iceland and Sweden Málþing 18. janúar kl. 15-17. Málþingið er haldið á ensku í Sal Norræna hússins. Allir velkomnir. Málþingið er haldið í tengslum við rannsóknarverkefnið Norræn Velferðarvakt – Velferð og vá, sem er eitt verkefna í formennskuáætlun Íslands. Rannsóknin er samstarfsverkefni fræðimanna og sérfræðinga frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð undir stjórn […]

Hádegisfyrirlestur | Playful is the New Serious

Hádegisfyrirlestur með Perniclas Bedow, sem nýlega hannaði sjónrænt einkenni fyrir íslensku leitarvélina Dohop.is, fimmtudaginn 14. janúar í Norræna húsinu kl. 12:00. Perniclas Bedow er stofnandi og listrænn stjórnandi sænsku hönnunarstofunnar Bedow. Stofan vinnur aðallega að því að skapa einkenni, hanna umbúðir og bækur fyrir breiðan hóp fyrirtækja og stofnana. Bedow hóf feril sinn í auglýsingaiðnaðinum […]

Norrænir menningarstyrkir

Menningargáttin; Nordisk kulturkontakt Vantar þig styrk? Nánar á vef KKN   Umsóknarvefur Norræna menningargáttin eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin. Samtökin starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir: 1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. 2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna. 3. NORDBUK styrkjaáætlunina. Menningargáttin tekur virkan þátt í […]

Nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R.

  Hinir árlegu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. verða haldnir í Norræna Húsinu sunnudaginn 17. janúar kl. 15:00. Þetta verða níundu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. og verður því litið um öxl og leikin verk frá síðustu níu árum. Áheyrendum gefst því kjörið tækifæri að sjá og heyra þverskurð af tilraunatónsmíðum undanfarinna ára í flutningi tónskáldanna sjálfra. Verk eftir Þorkel Atlason, […]

TISA? Opinn umræðufundur – STREYMI

Dögun boðar til umræðufundar um TISA viðræðurnar. Fundurinn verður haldinn í Sal  Norræna hússins 28. janúar. kl. 20:00. Allir velkomnir. Fundurinn fer fram á íslensku.  Streymt verður frá viðburðinum hér. Dagskrá: Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri. Framsögur: 1. Bergþór Magnússon fulltrúi úr samninganefnd Íslands um TISA kynnir samningaviðræðurnar 2. Gunnar Skúli Ármannsson fulltrúi Dögunar. […]