Tónlist með Alan Courtis – Fyrirlestur


12:00

Tónlist með Alan Courtis- Fyrirlestur í Norræna húsinu 4. Febrúar kl 12:00

Alan Courtis tónlistamaður og kennari kemur hingað til lands og deilir með okkur því gefandi starfi sem hann hefur verið að vinna síðast liðin tuttugu ár á sviði tónlistar. Sérsvið hans er tónlist með og fyrir fatlað fólk. Viðburðurinn fer fram á ensku, ókeypis aðgangur.

Alan Courtis býr í Argentínu. Hann er með gráðu í samskiptavísindum frá Háskólanum í Buenos Aires þar sem hann rekur tónlistasmiðjur og heldur fyrirlestra með Fundación Artistas Discapacitados. Hann kennir einnig hjá Conservitario „Astor Piazzolla“, Talleres Fontanarrosa hefur tuttugu ára reynslu af því að vinna  í alþjóðlegum tónlistarverkefnum sem ýta undir þátttöku fatlaðra.

List án Landamæra stendur fyrir viðburðinum.