Master Class; Enginn hittir einhvern


10:00 - 16:30

Skrá mig

Master Class 12. mars.

Danska verðlaunaverkið Enginn hittir einhvern eftir Peter Asmussen verður opnunarsýning í nýju leikrými Norræna Hússins þann 11. mars n.k.

Af þessu tilefni bjóða Norræna Húsið og Annað Svið uppá Master Class þann 12.mars, þar sem listamönnum og almenningi er boðið til fundar við verk Peters Asmussens og það sviðslistafólk sem að að sýningunni stendur. Dagskráin er opin öllum og ókeypis, en listamenn eru beðnir að skrá sig í vinnusmiðjurnar.

Markmiðið er að kveikja áhuga á og vitund um það gjöfula samfélag listamanna sem finnst á Norðurlöndum. Skiptast á hugmyndum og reynslu, kynnast vinnuaðferðum og mynda tengsl.

Dagskrá

10:00 – 12:00 Dans.
Raisa Foster, höfundur hreyfinga í verkinu leiðir Master Class. Hún er með doktorsgráðu, lærð í dansi, sjónlist, sviðslist og heimspeki og hefur í starfi rannsakað og endurskilgreint dans.
12:00 Hádegisverður á tilboðsverði hjá AALTO Bistro

13:00- 14:30 Tónlist.
Andreas Ljones höfundur tónlistar leiðir Master Class þar sem hann segir frá og sýnir hvernig hann hefur farið óhefðbundnar leiðir í tónlistarsköpun sinni. Andreas er algert ólíkindatól. Hann getur tekið uppá því að fara heljarstökk í miðju lagi og á útitónleikum hefur hann jafnvel lagst til sunds. Hann er frjór og skemmtilegur og veitir mikinn innblástur.

Kaffihlé

15:00- 16:30 Leikhús
Mikkel Harder forstjóri Norræna Hússins leiðir samtal við Simon Boberg og listamenn sýningarinnar um Peter Asmussen og verk hans. Simon þekkir Peter náið og hefur stýrt mörgum frumuppfærlum verka hans. Þá verður einnig farið yfir glæsilegan ferill Asmussen sem handritshöfundar.
16:30 Móttaka. Léttar veitingar í boði Norræna Hússins
Þá verður sýning á Enginn hittir einhvern á bæði laugardagskvöld og sunnudagskvöld kl 20:30.

Um verkið

Heimasíða verksins