Námskynning í Norræna húsinu


12:00- 16:00

Námskynning í Norræna húsinu

Dreymir þig um nám í Danmörku? Þá býðst nú frábært tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem í boði eru.

Þann 5. mars frá kl. 12-16 bjóðum við þér að hitta 8 danskar menntastofnanir, sem samanlagt bjóða upp á fjölbreytta námsmöguleika – kannski draumanámið þitt!

Fulltrúar frá Aarhus Universitet, Aalborg Universitet, Syddansk Universitet, Danmarks Tekniske Universitet, VIA University College, Erhvervsakademiet Lillebælt, Erhvervsakademiet Sydvest og Vejle Idrætshøjskole verða á staðnum.

Aarhus Universitet verður með kynningarfund fyrir MBA nemendur að lokinni námskynningunni. Fundurinn verður í Norræna húsinu frá 16-18.

Sjá nánar á: https://www.facebook.com/events/1093584650693907/