Stefan Bojsten- Píanó tónleikar


20:00

Stefan Bojsten

Pianó tónleikar í Sal Norræna hússins. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir.

 

Stefan Bojsten  hefur um langt skeið verið ástsæll píanóleikari í heimalandi sínu og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.  Hann hefur gert víðreist bæði sem einleikari og meðleikari með fjölmörgum symfóníuhljómsveitum og komið fram um allan heim.

Stefan Bojsten er menntaður í Royal College of Music í Stokkhólmi undir kennslu Esther Bodin-Karpe. Hann lagði einnig stund á nám í London og New York, þar sem hann sótti meðal annars kennslu til þeirra Phyllis Sellick og Arthur Balsam.  Bojsten hefur síðan 1997 starfað sem prófessor við Royal College of Music í Stokkhólmi. Hann er vinsæll fyrirlesari og gestakennari og situr sem dómari við alþjóðlegar píanókeppnir.

Stefan hefur spilað inn á fjölmargar plötur fyrir plötufyrirtæki líkt og: Polar, Caprice, Bis, Naxos, Fermat, Artemis, MAP, recut, Musica Sveciae og Opus 3.

Á tónleikunum hefur Bojsten valið að spila verk eftir þrjú stærstu píanótónskáld tónlistarsögunnar; Mozart, Schubert og Debussy. Tónskáld sem hölluðust gegn hefðinni og leyfðu ímyndunaraflinu að veita sér innblástur. Verkin sem Bojseten mun spila eru eru öll samin á seinni árum tónskáldanna sem áttu það sameiginlegt að lifa afkastamikilli en stuttri æfi.

 

Wolfgang Amadeus Mozart: Rondo i A-moll KV. 511

Franz Schubert: Drei Klavierstücke D. 946

  1. Allegro assai-Andante-Allegro assai-Andantino-Allegro assai.
  2. Allegretto
  3. Allegro

break

Claude Debussy: 12 Preludier bok 2

  1. Brouillards [Dimmor]
  2. Feuilles mortes [Döda löv]

iii. La Puerta del Vino [Vinets port]

  1. “Les fées sont d’exquises danseuses” [Feerna är utsökta dansöser]
  2. Bruyères [Ljunghedar]
  3. Général Lavine, excentric [General Lavine, excentrisk]

vii. La Terrasse des audiences du clair de lune

[Audiensterrassen i månsken]

viii. Ondine [Sjöjungfru]

  1. Hommage à S. Pickwick Esq., P.P.M.P.C.
  2. Canope [Egyptisk gravurna]
  3. Les tierces alternées [Alternerande terser]

xii. Feux d’artifice [Fyrverker