Að eiga heimili í ókunnugu landi


12:00

Seeking Home in a Strange Land: True stories of the changing meaning of home

Hvað og hvar er heima? Hver er reynsla fólks, sem flutt hefur búferlum heimshorna á milli, af heima? Þetta eru vissulega áleitnar spurningar ekki síst í ljósi yfirstandandi óreiðu sem nú ríkir vegna gífurlegs umfangs fólksflutninga, sem reyna til hins ítrasta á getu þjóða til að taka á móti  fólki. En nær lagi væri að spyrja: Hvað þýðir heima fyrir þig og hversu vel þekkir þú það vera ókunnugur í leit að heima í framandi landi?

Dr.  Sietske Dijkstra gestakennari við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, flytur erindi þar sem hún ræðir efni bókar sinnar: Seeking Home in a Strange Land: True stories of the changing meaning of home, sem fjallar um reynslu flóttafólks og innflytjenda af því hvað og hvar heima er.

Dr.  Sietske Dijkstra er með doktorspróf í félagsvísindum  og rekur ráðgjafamiðstöð í Hollandi um heimilisofbeldi. Hún hefur auk þess starfað sem rannsakandi og fræðimaður við Háskólann í Utrecht. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt.

Fyrirlesturinn er í boði RBF – Rannsóknarmiðstöðvar í barna- og fjölskylduvernd, Félagsráðgjafardeildar og MARK – Miðstöðvar margbreytileika og kynjarannsókna Háskóla Íslands.

 

Staður og stund: Norræna húsið 22. febrúar 1200-13.15.