Stöðan í stjórnarskrármálinu- Streymi


20:00

Borgarafundur um stöðuna í stjórnarskrármálinu

Dögun stjórnmálasamtök og Stjórnarskrárfélagið halda fund í Norræna húsinu 7. mars 2016, kl. 20:00-22:00.

Streymt verður frá viðburðinum hér:

Fundarefnið eru drög stjórnarskrárnefndar sem birt voru 19. febrúar s.l.. Málefnið er mjög mikilvægt og upplýst umræða sjaldan mikilvægari. Almenningur verður að fá greinargóðar upplýsingar til að geta tekið afstöðu í málinu og þrýst á þingmenn.

Frummælendur eru þrír: Páll Þórhallsson formaður stjórnarskrárnefndar mun kynna störf nefndarinnar og þau þrjú frumvörp sem eru til umræðu.
Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins kemur næst og að lokum Sigurður Haraldsson fulltrúi Dögunar.

Þingflokkunum hefur verið boðið að senda fulltrúa sína á fundinn og þá helst þá sem tóku þátt í störfum nefndarinnar. Þeir munu sitja í pallborði og svar spurningum fundargesta ef þeir þyggja boðið. Auk þess munu frummælendur sitja í pallborði.

Eftirfarandi spurningar höfum við sent til þingmanna og vonandi munu þeir geta svarað þeim á fundinum.


1.Finnst ykkur þetta rétt aðferðarfræði við að búa til stjórnarskrá þ.e að alþingismenn skrifi sínar eigin verklagsreglur?

2. Hvernig á að útfæra orðalag í ákvæðinu um „að jafnaði skuli taka eðlilegt gjald“ fyrir auðlindanýtingu og hvaða áhrif teljið þið að auðlindaákvæðið hafi á stjórn fiskveiða?

3. Hvers vegna má þjóðin bara hafna settum lögum en ekki koma fram með eigin mál sem þá væru tekin fyrir á dagskrá Alþingis? (þjóðarfrumkvæði vantar)

4.Hvers vegna er aðeins gefinn fjögurra vikna frestur fyrir kjósendur til að safna undirskriftum til að stöðva umdeilda löggjöf?

5. Hvernig yrði brugðist við stöðu þar sem mörgþúsund manns sem mynda stóran meiri hluta hafna lögum en ná þó ekki þeim 25% sem gerð er krafa um í ákvæðinu? Á þó að ganga þvert á vilja meiri hluta í lýðræðislegum kosningum?

6. Samræmast þessar tillögur niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012?

Reynum að gera þetta góðan fund með upplýstri umræðu því mikið er í húfi. 

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/743944005706835/