Dönsk sögustund.


14:00

Dönsk sögustund sunnudag 17. janúar kl. 14-15

Boðið er til danskrar sögustundar fyrir dönskumælandi börn ca. 2-7 ára og foreldra þeirra í Barnahelli í bókasafni Norræna hússins.  Við lesum saman, tölum og syngjum. Einnig horfum við á stuttmynd fyrir börn meðan við fáum okkur saft og kex.  Susanne Elgum stýrir sögustundinni.

 Danskar sögustundir fram á vor: sunnudaga kl. 14-15:
17. janúar (þema: vetur).
14. febrúar (þema: fastelavn).
13. mars (þema:páskar).
10. apríl (þema: vorið)