TISA? Opinn umræðufundur – STREYMI


20:00

Dögun boðar til umræðufundar um TISA viðræðurnar. Fundurinn verður haldinn í Sal  Norræna hússins 28. janúar. kl. 20:00. Allir velkomnir. Fundurinn fer fram á íslensku.  Streymt verður frá viðburðinum hér.


Dagskrá:

Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri.
Framsögur:
1. Bergþór Magnússon fulltrúi úr samninganefnd Íslands um TISA kynnir samningaviðræðurnar
2. Gunnar Skúli Ármannsson fulltrúi Dögunar.
3. Kristinn Hrafnsson starfsmaður Wikileaks

Fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi hefur verið boðið á fundinn og óskað er sérstaklega eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
A) Hvað vitið þið um samningaviðræðurnar?
B) Vitið þið meira en almenningur?
C) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að Ísland taki þátt í TISA samningaviðræðunum?
D) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn verði samþykktur án umræðu á Alþingi?
E) Eru þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Við í Dögun viljum stuðla að upplýstri umræðu um TISA samningaviðræðurnar og gerum ráð fyrir því að fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi séu reiðubúnir til að ræða TISA og svara spurningum almennings á fundinum.