VÄRTTINÄ – finnsk þjóðlagatónlist


19:30

Kaupa miða 

VÄRTTINÄ finnsk þjóðlagatónlist eins og hún gerist best í Norræna húsinu 29. febrúar kl 19:30.

VÄRTTINÄ hefur síðan 1983 verið sendiherra finnskrar þjóðlagatónlistar um allan heim. Hljómsveitin hóf göngu sína í þorpinu Rääkkylä í norður Karelia í austurhluta Finnlands og hefur síðan þá gengið í endurnýjun lífdaga sem gerir hljómsveitina sívinsæla og  ódauðlega. Í 30 ár hefur tónlist og stefna VÄRTTINÄ  verið leiðandi í straumum þjóðlagatónlistar og þau haldið tónleika um allan heim.

Það er einnig gaman að geta þess að þau hafa spilað á Rock in Rio fyrir 200.000 manns og tekið þátt í áhugaverðum verkefnum líkt og að semja tónlistina fyrir söngleikinn um Hringadróttinssögu með indverska tónskáldinu A.R. Rahman.

Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar; Víena er um þessar mundir í fjórða sæti á lista yfir bestu plötur í þjóðlagatónlist í Evrópu. Markmið plötunnar er að gera uppruna hljómsveitarinnar hátt undir höfði og vísa til þeirrar hefðar sem hljómsveitin er sprottin upp úr sem er meðal annars sterk mállýska finnsku tungunnar, karelian. Hljómur sveitarinnar er órafrænn og raddirnar í bland við fiðluna, harmónikkuna og strengjahljóðfæri skapa samhljóm sem er í senn bæði mjúkur og seiðandi.

Hljómsveitin saman stendur af þremur söngkonum og þremur hljóðfæraleikurum, þau eru:

Susan Aho –  söngvari
Karoliina Kantelinen – söngvari
Matti Kallio – harmonika, flautur
Lassi Logrén – fiðla, jouhikko (bowed lyre), nyckelharpa (keyed fiddle)
Matti Laitinen – strengjahljóðfæri

 Miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins. 

Veitingarstaður Norræna hússins AALTO Bistro 

Kaupa miða