Fundur um samfélagsbanka- streymi


14:00

Fundur um samfélagsbanka laugardaginn 13. febrúar kl 14:00.

Stjórnmálasamtökin Dögun  halda fund um samfélagsbanka í Norræna Húsinu kl. 14:00 þann 13. febrúar. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Ókeypis aðgangur.  


Frummælendur:

Ellen Brown
Wolfram Morales
Helga Þórðardóttir formaður Dögunar

Að loknum framsögum gefst fundargestum kostur á að spyrja frummælendur spurninga og fræðast um starfsemi samfélagsbanka.

Ellen Brown er lögfræðingur og rithöfundur frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað bók um samfélagsbanka, sögu þeirra og hvernig þeir starfa í mismunandi löndum. Einnig er hún einn stofnanda samtaka sem vinna að því að upplýsa heiminn um samfélagsbanka. Ellen mun segja okkur frá hvernig opinberir aðilar geta fjármagnað sínar framkvæmdir nánast vaxtalaust með eigin samfélagsbanka. Vaxtakostnaður getur skipt tugum prósenta.

 Wolfram Morales er framkvæmdastjóri reglhlífarsamtaka Sparkasse í Þýskalandi, Ostdeutscher Sparkassenverband . Bankakerfi Þýskalands skiptist í þrennt, einkabankar sem mest eru í fréttum, sparisjóðsform og svo samfélagsbankar. Af samfélagsbönkunum er Sparkassen-Finanzgruppe sá stærsti.  OECD metur það svo að þýskir samfélagsbankar séu um 40% af bankakerfinu í Þýskalandi, þegar talið er í fjármagnseignum.  Auk þess eiga samfélagsbankar í Þýskalandi sér mjög langa sögu og eru því hefðbundið bankaform þar. Eigendur Sparkassen eru borgir, bæir eða sveitafélög og þeir starfa án hagnaðarkröfu. Samkvæmt tölum frá Þýskalandi eru samfélagsbankar ódýrari í rekstri og skila meiri skatttékjum en einkabankar. Auk þess skila þeir um 500 milljónum Evra inn í samfélagið með ýmsum styrkjum.